Enski boltinn

Alisson nálgast endurkomu í markið hjá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Alisson í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir að Alisson, markvörður liðsins, færist nær og nær því að komast aftur á fótboltavöllinn.

Alisson hefur ekki spilað með Liverpool síðan í 1. umferð ensku deildarinnar er hann meiddist á kálfa en Brasilíumaðurinn verður ekki með gegn Sheffield United um helgina.

Sá þýski sagði þó á blaðamannafundi í dag að það styttist í að Brasilíumaðurinn myndi spila aftur með Liverpool.

„Alisson er á góðri leið. Í gær æfði hann með markmannsþjálfaranum á fullu. Hann færist nær og nær,“ sagði Klopp sem staðfesti einnig að Sadio Mane og Divock Origi væru byrjaðir að æfa aftur.

„Við verðum að bíða og sjá núna og tala við læknateymið. Alisson lítur út fyrir að vera nærri þessu en loka ákvörðunin verður tekinn af læknateyminu.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×