Enski boltinn

Leynilegar kosningar leikmanna Arsenal um nýjan fimm manna fyrirliðahóp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kosning Arsenal fór fram í vikunni.
Kosning Arsenal fór fram í vikunni. vísir/getty
Leikmenn Arsenal héldu í vikunni leynilegar kosningar um hverjir eiga að vera í fimm manna fyrirliðateymi félagsins á tímabilinu.

Unai Emery, stjóri Arsenal, vill vera með fimm manna teymi sem mun sjá um fyrirliðastöðurnar á leiktíðinni en þrír af síðustu fimm fyrirliðum Arsenal yfirgáfu félagið í sumar.

Laurent Koscielny fór til Frakklands, Aaron Ramsey fór til Juventus og Petr Cech hætti knattspyrnuiðkun. Hann er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea.







Fyrr í dag var svo staðfest að Granit Xhaka, svissneski landsliðsmaðurinn, væri formlega orðinn fyrirliði Arsenal.

Svisslendingurinn hefur einnig skrifað pistla í leikjablað Arsenal fyrir hvern einasta leik þar sem yfirleitt skrifar fyrirliðinn pistil. Titillinn á pistlinum á þessari leiktíð hefur þó heitið: Útsýnið úr búningsklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×