Enski boltinn

Solskjær gerði Pogba ekki að fyrirliða gegn Rochdale: „Af hverju ekki að gefa þetta til ungu strákanna?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tuanzebe í leiknum á miðvikudag.
Tuanzebe í leiknum á miðvikudag. vísir/getty
Það vakti undrun marga að Axel Tuanzebe var með fyrirliðabandið er Manchester United komst áfram eftir vítaspyrnukeppni gegn Rochdale í 3. umferð Carabao-bikarsins.

Paul Pogba byrjaði hjá United og flestir bjuggust við því að hann yrði með bandið en svo var ekki. Ungi varnarmaðurinn fékk bandið og Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var spurður út í þetta eftir leikinn.

„Axel er fyrirliði í mótun. Hann er leiðtogi svo af af hverju ekki að gefa þetta til ungu strákanna?“ sagði stjórinn er hann ræddi við Talk Sport.







„Við vitum að við hefðum getað gefið bandið tli Sergio Romero eða Pogba. Það eru engin vandamál og þeir hafa verið fyrirliðar. Þetta var Axel og hvernig réð hann við þetta? Hann var mjög fínn og naut þess.“

„Þetta var bara leið til þess að segja honum að við treystum honum,“ sagði Solskjær en eftir sigurinn í vítaspyrnukeppninni gegn Rochdale mun United mæta Chelsea í 4. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×