Enski boltinn

Beckham sagður á leið í umboðsmennsku og vill klófesta Mason Greenwood

Anton Ingi Leifsson skrifar
David Beckham er einn frægasti maður heims.
David Beckham er einn frægasti maður heims. vísir/gett
David Beckham virðist vera á leið í umboðsmennsku en hann er einn af stjórnarmönnum í fyrirtækinu Footwork Management Limited sem var sett á laggirnar á dögunum.

Beckham er einn af þremur stjórnarmönnum í fyrirtækinu en hinir tveir eru besti vinur Beckham, Dave Gardner, og fyrrum upplýsingafulltrúinn, Nicola Howson.

Englendingurinn, sem hætti að spila árið 2013, er ekki með umboðsmannaleyfi en Gardner er með leyfi frá enska knattspyrnusambandinu.







Fyrrum enski landsliðsfyrirliðinn er talinn eðlilega vekja mikla athygli leikmanna víðs vegar um heiminn og Mason Greenwood er talinn ofarlega á óskalista Beckham og félaga.

Þetta er ekki eina verkefnið sem Beckham er með í höndunum því lið hans, Inter Miami, mun leika í fyrsta sinn í MLS-deildinni er deildin hefst á vormánuðum 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×