Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 21:33 Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall. Vísir/Vilhelm Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26