Enski boltinn

Lampard: Mun ekki sitja hér og tala niður Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard er stjóri Chelsea.
Frank Lampard er stjóri Chelsea. vísir/getty
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að þrátt fyrir vandræði Manchester United síðustu vikur verði þeir erfiðir viðureignar er liðin mætast í Carabao-bikarnum í næsta mánuði.

Chelsea rúllaði yfir Grimsby í gær og í gær var svo dregið í fjórðu umferðina þar sem Chelsea dróst gegn Manchester United sem vann Rochdale í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.

„Ég var að horfa á vítaspyrnukeppnina. Þetta er stór dráttur og tvö stór lið. Ég er ánægður að við séum á heimavelli en við sjáum til,“ sagði Lampard eftir dráttinn.





„Ég held að það geti margt gerst á stuttum tíma. Næsta umferð kemur ekki á morgun en við verðum að virða það að þeir eru með góða leikmenn. Þeir unn okkur 4-0 svo ég mun ekki sitja hér og tala niður Manchester United.“

„Þetta verður erfiður leikur og það fallega við leikinn í gær er að við létum þetta líta út eins og þetta væri auðvelt en þessir leikir eru erfiðir. Man. Utd mun koma hingað með sterkt lið,“ sagði Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×