Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 09:18 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru af stjórn Arion banka í dag. Breytingarnar fela það meðal annars í sér að um 100 manns missa vinnu sína hjá bankanum. Í tölvupóstinum sem Benedikt sendi til starfsmanna segir hann að uppsagnirnar séu erfitt skref. Margir muni kveðja bankann í dag, gott samstarfsfólk og vinir sem hafi lagt sitt af mörkum til uppbyggingar bankans á undanförnum árum. „Fækkun starfsfólks er liður í nokkuð umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag þó það muni taka nokkurn tíma að innleiða þær að fullu. Við þurftum reglum samkvæmt fyrst að tilkynna um breytingarnar í kauphöll og það gerðum við rétt í þessu eða um leið og ákvörðun stjórnar lá fyrir. Þeim sem munu hætta í dag verður tilkynnt það svo fljótt sem auðið er. Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll, ekki síst þá sem starfa í höfuðstöðvunum þar sem breytingarnar verða mestar,“ segir í tölvupósti Benedikts. Hann segir að stjórnendur bankans telji að aðstæður í umhverfi hans, eiginfjárkröfur, skattar og harðnandi samkeppni, auk hás rekstrarkostnaðar, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því komist að gera breytingar sem miða að því að einfalda starfsemina. „Við þurfum að aðlaga að okkur að aðstæðum hverju sinni. Þannig miðar nýtt skipulag að því að gera okkar þjónustu enn betri og styðja betur við stefnu bankans, sem í öllum aðalatriðum er óbreytt – að veita viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans. Helstu breytingarnar snúa að þjónustu við stór fyrirtæki en við munum sameina fyrirtækjasvið og hluta fjárfestingabankasviðs í eitt svið og einfalda útlánaferlið. Markaðsviðskipti og eignastýring verða jafnframt eitt svið. Viðskiptabankasvið tekur yfir markaðsmálin og fyrirtækjalausnir. Lögfræðiráðgjöf færist að hluta inn á tekjusviðin en yfirlögfræðingur mun taka til starfa á skrifstofu bankastjóra og leiða þar lögfræðiráðgjöf bankans. Skipulagsbreytingarnar verða kynntar nánar síðar í dag og á morgun. Við munum gera það sem við getum til að gera þeim sem í dag hætta störfum starfslokin léttbærari. Ég vil þakka þeim sem munu kveðja fyrir þeirra störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Með kveðju, Benedikt,“ segir í tölvupósti bankastjórans til starfsmanna í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00