Enski boltinn

Stuðningsmaður Arsenal stunginn til bana á leið á Emirates leikvanginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá Hillingdon stöðinni í Lundúnum. Myndin tengist þó fréttinni ekki beint.
Frá Hillingdon stöðinni í Lundúnum. Myndin tengist þó fréttinni ekki beint. vísir/getty
Hinn tvítugi, Tashan Daniel, stuðningsmaður Arsenal var stunginn til bana á þriðjudaginn en atvikið átti sér stað á neðanjarðarlestarstöð í London.

Atvikið átti sér stað á brautarpalli á Hillingdon stöðinni í Lundúnum en Tashan var á leið á Emirates-leikvanginn þar sem Arsenal spilaði við Nottingham Forest.

Tashan var mikill stuðningsmaður Arsenal og var á leið á völlinn að sjá sína menn spila í þriðju umferð Carabao-bikarsins en varð fyrir óhugnanlegri árás.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði árásina óskiljanlega og sendi hann samúðarkveðjur á fjölskyldu og vini Tashan á Twitter.





Hillingdon stöðinni var lokað frá þriðjudagskvöldinu og allt þangað til um 5.45 morguninn eftir en tveir aðrir hafi verið myrtir á neðanjarðarlestarstöðvum í London það sem af er árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×