Enski boltinn

Håland gaf Manchester United undir fótinn er hann hrósaði Solskjær í hástert

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland eftir þrennuna frægu.
Håland eftir þrennuna frægu. vísir/getty
Hinn nítján ára gamli Erling Braut Håland, sem leikur með Red Bull Salzburg í Austurríki, hrósaði Ole Gunnar Solskjært í hástert í viðtali við TV2. Hann segir einnig að enska úrvalsdeildin heilli.

Håland hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann skoraði þrennu gegn Genk í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum en hann varð þar af leiðandi þriðji yngsti leikmaðurinn í sögunni til að gera það.

„Hann hafði mikil áhrif á mig; bæði sem persóna og einnig sem stjóri. Hann vann Meistaradeildina og var stórkostlegur leikmaður. Hann hefur kennt mér mikið,“ sagði Håland við TV2.







„Mig hefur dreymt að spila fyrir bestu félög í heimi allt mitt líf og þá sérstaklega að spila í enska boltanum.“

Hinn nítján ára gamli Håland fæddist í Leeds þar sem faðir hans Alfe-Inge spilaði með Leeds. Alfe-Inge segir að enska úrvalsdeildin sé heillandi fyrir drenginn.

„Ég held að flestir leikmenn dreymi um að vera í ensku úrvalsdeildinni á einhverjum tímapunkti. Þetta er deildin sem fær msesta athygli og þar eru mörg góð lið. Það er engin spurning að enska deildin heillar hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×