Haustfundur dómara KKÍ fer fram um helgina og við það tilefni eru finnsku FIBA-dómararnir Kati Nynas og Karolina Andersson komnir til landsins.
Þær munu ekki bara halda erindi á haustfundinum um helgina því einnig munu þær ræða um stöðu kvendómara í boltagreinum í Háskólanum í Reykjavík í dag
Fundurinn hefst klukkan 12.00 í stofu M-102 í háskólanum í dag og er erindið öllum opið. Þar munu þær meðal annars ræða um hvernig kvendómarar geta brotið niður múra og breytt ríkjandi viðhorfum í karlægum heimi.
Kati er ekki bara dómari í Finnlandi því hún er einnig yfirmaður dómaramála þar í Finnlandi. Hún er ein fárra kvenna sem er yfir dómaramálum í heimalandi sínu.
Dominos-deildir karla og kvenna hefst svo í byrjun næsta mánaðar.
Halda erindi um stöðu kvendómara og hvernig sé hægt að breyta ríkjandi viðhorfum í karllægum heimi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti