Menn í vinnu pakka saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2019 12:03 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í upphafi árs en grunur lék á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Vísir/sigurjón Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00