Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. september 2019 07:00 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona tók sér aðeins tveggja vikna fæðingarorlof, enda líður henni ekki vel ef hún er ekki að syngja. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum en hún var byrjuð að syngja í brúðkaupum aðeins tveimur vikum eftir fæðinguna. Að hennar mati er erfitt fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk að taka sér fæðingarorlof. Hún segist taka gagnrýni á netinu inn á sig og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra. „Það gengur vel. Ég held að allir foreldrar þekki að það er aðeins meira að vera með tvö en eitt. Hann er reyndar alveg merkilega gott ungbarn, sjö, níu, þrettán. Það er aðallega þetta að stilla systur hans af,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. Stóra systirin er aðeins að bregðast við nýja fjölskyldumeðlimnum með því að prófa hversu mikið hún kemst upp með á heimilinu. „Þetta getur verið áskorun.“ Brjóstagjöf baksviðs Fyrr í þessum mánuði fóru fram tónleikarnir DÍVUR í Eldborgarsal Hörpunnar í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Á bak við það verkefni var langt og strangt æfingaferli fyrir bæði Jóhönnu Guðrúnu og Davíð Sigurgeirsson eiginmann hennar. Sonur þeirra var með á öllum æfingum, með stór heyrnaskjól svo hávaðinn myndi ekki trufla hann. „Svona er þetta líf tónlistarmannsins, það þarf bara að halda áfram. Þetta er svolítið harður heimur hvað þetta varðar. Börnin okkar þurfa svolítið að venjast þessu því við erum bæði á fullu í þessum bransa. Dóttir okkar er líka alin upp svona. Hún kom með okkur á æfingar og kann að fylgjast með en veit alveg að hún má líka vera með ef hún vill. Á Dívuæfingunum voru svo margir til taks. Ég gaf honum alltaf að drekka þegar hann var svangur en á meðan ég þurfti að syngja þá var alltaf einhver sem vildi halda á honum eða vera með hann. Selma Björns var mikið með hann og hann var bara í vellystingum, þetta var rosalega notalegt.“ Jóhanna Guðrún var alltaf vel undirbúin og með hlaðinn bíl af barnadóti. „Barnavagn, ömmustól og alls konar dót til þess að gera þetta auðvelt. Hann var tveggja vikna þegar ég byrjaði að syngja aftur eftir að hann fæddist, hann fæddist náttúrulega inn í brúðkaupstörn. Mikið af brúðkaupum eru bókuð með þannig fyrirvara að ég var ekki einu sinni orðin ófrísk þegar ég var bókuð í þessi brúðkaup. Svo er þetta gaman.“ Hún segist vera ótrúlega heppin með stuðninginn í kringum sig, sérstaklega þegar það er mikið að gera hjá þeim báðum. „Mamma mín er ofboðslega dugleg og er hjúkrunarfræðingur líka sem er ekki verra. Ég pumpaði mig og stökk í brúðkaupin og var komin fljótt aftur. Ég sagði bara nei við því sem að ég hefði þurft að vera lengi í burtu frá honum því það get ég náttúrulega ekki gert. Þar sem ég get tekið hann með mér þá geri ég það. Á tónleikum þá er hann inni í búningsherberginu mínu eða hjá einhverjum sem er að hugsa um hann og svo stekk ég til og gef honum brjóst. Þetta bara gengur.“ Jóhanna Guðrún með litla drenginn sinn, sem hún segir að sé draumabarn.Úr einkasafni Fólk er fljótt að gleyma Jóhanna Guðrún er sjálfstætt starfandi og því á hún ekki rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Það er samt ekki eina ástæðan fyrir því að hún tók ekki langt hlé frá söngnum eftir fæðinguna. „Þetta er rosalega erfitt. Ef þú safnar [fyrir fæðinguna] og dettur svo út í einhverja mánuði þá er það heldur ekki gott. Þú dettur úr þjálfun og fólk er svo fljótt að gleyma þér, það er bara þannig. Þetta er raunveruleikinn.“ Eftir að Jóhanna Guðrún eignaðist stelpuna sína árið 2015 tók hún sér lengra hlé frá söngnum en hún gerði núna eftir fæðingu sonarins. „Ég tók mér meiri pásu fyrst af því að fólk sagði mér að gera það, ég bara hlýddi því einhvern vegin. En í kjölfarið þá leið mér ekkert mjög vel. Mér líður ekki vel ef ég er ekki að syngja. Þetta er svo ólíkt þeim vinnum þar sem þú mætir á skrifstofuna, þú ert að gera það sem þú elskar. Söngur er svo stór partur af mér og ef ég er ekki að syngja þá líður mér ekki vel. Mér líður eins og ég sé ekki að gera neitt gagn. Í rauninni finnst mér þetta allt í lagi. Auðvitað er þetta eitthvað sem maður velur sér. Þetta starf er óreglulegt og svolítið skrítið stundum.“ Söng alla meðgönguna Þó að Jóhanna Guðrún hafi verið byrjuð að koma fram og syngja hálfum mánuði eftir fæðingu sonarins, þá var það ekki auðvelt fyrir hana. „Ég renndi svolítið blint í sjóinn með þetta. Ég söng fyrst tveimur vikum eftir að hann kom. Ég fékk samt barnsfararsótt eftir að hann fæddist og fékk sýkingu í legið og var rosalega veik í tvær vikur eftir að hann fæddist. Þannig að ég var að rísa upp úr rúminu þegar ég tók fyrsta giggið. Ég hugsaði eftir það að þetta væri djöfulsins vitleysa, þetta var of mikið. Samt sem áður er ég bara þannig týpa að ég var bókuð og ég vildi standa við þetta. Ef einhver er að gifta sig þá er búið að plana þetta í marga mánuði og það að koma ekki þegar þú getur alveg tjaslað þér saman og farið, ég get ekki gert fólki það. Ég mætti því, en ég myndi ekkert mæla með þessu.“ Það leið samt ekki langur tími þar til Jóhanna Guðrún fann að hún var aftur komin með fyrri styrk og leið aftur eins og fyrir meðgöngu og fæðingu. „Ég var að syngja stanslaust frá því að hann var tveggja vikna en ég fann það þegar ég var að syngja þegar hann var svona fjögurra vikna að þetta væri núna alveg komið. Það er samt ansi fljótt sko og það eru alls ekki allar sem að ná því svoleiðis. En ég held að það sem hafi hjálpað var að ég var að syngja alveg fram á síðasta dag. Ef ég hefði stoppað þá hefði kannski tekið mig lengri tíma að aðlagast. Því þegar þú ert ófrísk ertu stöðugt að aðlagast enda alltaf með stækkandi maga og svoleiðis. Stuðningurinn við sönginn fer, eins og þú ert vön honum að minnsta kosti. Ef þú stoppar þá ert þú lengur að átta þig á hlutunum þegar barnið fæðist.“ Hún segir að stór þáttur í því hvað hún var fljótt komin af stað aftur sé hversu vær og góður litli drengurinn þeirra er. „Hann er náttúrulega draumabarn. Ég veit ekkert hvað hefði orðið ef hann hefði verið óvær og grátið mikið. Þá hefði ég þurft að endurskoða þetta.“ Jóhanna Guðrún baksviðs á DÍVUR tónleikunum.Úr einkasafni Best að vera á Íslandi Jóhanna Guðrún komst á samning hjá Casablanca Records í Bandaríkjunum aðeins 11 ára gömul og tók þar við ævintýri sem mótaði hana mikið. Hún og Davíð fluttu líka til Noregs árið 2012 þar sem Jóhanna Guðrún ætlaði að reyna fyrir sér í söngnum þar. Hún fann samt fljótt að henni líður alltaf best á Íslandi.Sjá einnig: Langt frá að vera eðlilegar aðstæður fyrir barn „Ég er með svo ofboðslega stórar rætur hérna. Ég á rosalega erfitt með að vera hamingjusöm þegar ég er ekki heima. Ég á foreldra og fjölskyldu sem ég er mjög náin. Mér finnst mjög erfitt að vera ekki í sama landi og foreldrar mínir. Ég á lítil frændsystkin og að þurfa að missa af öllum afmælum og svona fannst mér hræðilegt þegar við bjuggum úti. Ég lærði að þetta væri sennilega ekki fyrir mig. Ekki að ég sé að útiloka neitt eða að segja að ég flytji aldrei. Ef að ég fæ eitthvað frábært tækifæri eða eitthvað.“ Eftir fimm ár sér hún sig vera að gera það nákvæmlega sama og hún er að gera í dag. „Að halda tónleika og syngja úti um allt. Þetta var það sem ég ákvað og hefur allt gengið upp hjá manni sem betur fer. Ég væri til í að vera duglegri að búa til tónlist og gefa út tónlist. Það er það sem ég þyrfti að bæta hjá sjálfri mér. Ég get það alveg, það er bara þetta tímaleysi sérstaklega eftir að börnin komu. Maður er á fullu í alls konar verkefnum og gleymir svolítið þessum hluta, þú hefur ekki orku í það. Ég væri til í að hægt og bítandi verða duglegri við þetta á næstu árum. Það er svo mikilvægt fyrir arfleið manns að vera með eitthvað sem þú hefur gefið út.“ Sálufélagar í tónlist Það vakti athygli á DÍVUR tónleikunum að Jóhanna Guðrún söng meðal annars lög frá Bubba Morthens og Led Zeppelin. Hún segist ekki vera búin að flytja oft lög sem þessi opinberlega. „Ég hef þó flutt lagið Rómeó og Júlía á Íslensku perlurnar tónleikunum mínum. Ég er bara „sökker“ fyrir góðum lögum. Það skiptir einhvern veginn ekki máli hvar þau liggja. Kjarninn í mér er samt svolítið rokk samt. Það er eitthvað sem fólk kannski fattar ekki. Mínar fyrirmyndir eru svona þessar dívur en líka rokk karlsöngvarar og ég beiti mér oft svolítið þannig líka. Fólk tengir það ekki því ég kem þannig fram, ég er yfirleitt með krullur í hárinu í kjól að syngja Is it true. Þess vegna er svo gaman að fá að fara út fyrir rammann. Við Svala vorum að halda þessa tónleika með Senu og þá fékk maður listrænt frelsi til að prófa svona hluti, ég hefði kannski ekki fengið það á hvaða tónleikum sem er. Við Davíð erum líka svo gott teymi í svona.“ Jóhanna Guðrún sér fyrir sér að gera enn meira af þannig verkefnum í framtíðinni. Davíð eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar var hljómsveitarstjóri sýningarinnar og vinna þau mikið saman í tónlistinni. Þegar þau byrjuðu saman voru margir sem spurðu þau hvort þau ætluðu virkilega að þora því. „En í raun og veru kemur okkur best saman í tónlistinni. Það er svona frekar karakterarnir okkar sem klessa saman í okkar daglega lífi. Við erum bæði góð í því sem við gerum, hann er náttúrulega alveg stjarnfræðilega klár. Ég hef bara aldrei neitt út á hann að setja í tónlist, hann er fullkominn þar. En svo erum við bæði ófullkomin sem manneskjur í lífinu og það er þá frekar þar sem okkur lendir saman heldur en í tónlistinni, blessunarlega. Okkur gengur alltaf vel saman, við erum svolítið sálufélagar í tónlist.“ Jóhanna og Davíð eiga eins árs brúðkaupsafmæli í þessum mánuði.Úr einkasafni Espa hvort annað upp Framundan hjá Jóhönnu Guðrúnu eru gæðastundir með fjölskyldunni og svo auðvitað æfingar fyrir komandi verkefni. „Við erum að fara að skíra og svo er líka fjögurra ára afmæli dótturinnar í október. Svo eigum við brúðkaupsafmæli og Davíð á afmæli líka. Ég er að fara að syngja í Evitu núna í nóvember og það verður æðislega skemmtilegt. Við Eyþór Ingi ætlum svo að halda jólatónleika í Háskólabíó og í Hofi. Það verður í nóvember og desember. Við gerðum þetta í fyrra og það var ógeðslega gaman. Okkur Davíð finnst svo frábært að vinna með Eyþóri, hann er svo mikill snillingur og við vinnum svo vel saman við þrjú.“ Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi ná einstaklega vel saman í tónlistinni og reyna alltaf að toppa hvort annað á sviðinu. „Við erum bæði svona „power“ söngvarar. Ég man að við sungum fyrst saman á jólatónleikum Fíladelfíu, Hjartað lyftir mér hærra, sem varð síðar vinsælt myndband. Við föttuðum þá að það kemur einhver orka á milli okkar, meira svona keppnislegs eðlis. Þetta er frekar fyndið því að við förum eiginlega alltaf í einhverja dívukeppni. Það verður allt stærra og meira og við espum hvort annað svolítið upp. Þeir strákarnir ná líka vel saman, hann og Davíð, þannig að það er gaman fyrir okkur að gera svona verkefni saman. Hann er svolítið karlkyns útgáfan af mér og öfugt. Það er svaka kraftur í þessum tónleikum en síðan á þetta líka að vera létt og skemmtilegt, húmor og gleði út í gegn. Við erum strax byrjuð að undirbúa okkur og salan fer vel af stað. Það er svo margt sem þarf að hugsa út í og Davíð þarf líka að skrifa út nótur fyrir hvern einasta mann sem stendur á sviðinu og kórinn, ákveða lögin og passa að það sé rétt flæði í dagskránni. Svo þarf að æfa líka.“ Sárnar stundum gagnrýnin Jóhanna Guðrún viðurkennir að hún sé með fullkomnunaráráttu þegar kemur að tónlist. „Ég er aldrei ánægð með neitt sem ég geri. Mér finnst hrikalega erfitt að hlusta á sjálfa mig syngja því að mér finnst það aldrei nógu gott. Ég held að það séu mjög margir svona, ég held að Davíð sé líka svona við sjálfan sig. Fullt af söngvurum sem ég þekki eru svona líka.“ Hún segist sjálf vera sinn harðasti gagnrýnandi. „Enda held ég að ég sé frekar viðkvæm fyrir gagnrýni af því að ef þú gagnrýnir mig þá er ég búin að gagnrýna mig helmingi meira sjálf. Ég verð alveg sár sko. Auðvitað á maður ekkert að vera það því maður getur ekki gert öllum til geðs og svo er smekkur fólks líka mismunandi. Auðvitað er ég ekkert eitthvað best í heimi og allir fíla mig.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sjái stundum það sem fólk skrifar um hana á netinu og í athugasemdakerfum fréttamiðla. „Þegar Eyþór setti inn auglýsingu fyrir tónleikana okkar á sína síðu þá skrifuðu flestir „Æðislegt“ eða eitthvað álíka en svo sé ég eina athugasemd frá konu sem var „Já ég er nú ekki hrifin af Jóhönnu Guðrúnu,“ eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta svo fyndið, heldur fólk virkilega að ég sjái þetta ekki? Eins fáránlegt og það er þá fær maður smá sting í hjartað því maður er alltaf að gera sitt besta.“ Ennþá að læra Hún sér ekki marga aðra ókosti við það að starfa sem söngkona á Íslandi og sér fram á að gera það áfram út lífið. „Það er aðallega bara það að stundum er mikið að gera hjá þér en þú veist aldrei hvenær það verður lítið að gera, maður lifir því alltaf við þessa hræðslu. Hvað ef það verður allt í einu ekkert að gera hjá mér? Hvað á ég þá að gera? Það er kannski það eina. En við höfum verið ótrúlega heppin ég og Davíð og erum dugleg líka. Þannig að ég get ekki kvartað undan því núna en það býr innra með manni þessi hræðsla samt. Annars finnst mér þetta geggjað. Það er svo gaman að fá tækifæri til þess að vinna með alls konar fólki, enginn dagur er eins. Tónlistarfólk er líka fyndnasta fólk í heimi þannig að það er aldrei leiðinlegt hjá mér í vinnunni.“ Jóhanna Guðrún segir að móðurhlutverkið hafi að sjálfsögðu áhrif á það hvernig verkefni hún tekur að sér en viðurkennir þó að það mætti alveg hafa enn meiri áhrif. „Stundum er mjög mikið álag en það er mitt að stjórna því. Ég er ennþá að læra það, maður lifir og lærir. Stundum fæ ég spennandi tilboð og langar ofboðslega mikið að gera einhver verkefni sem að myndi henta mér betur að segja nei við en ég segi oft já. Þá veldur það því að það verður svolítið mikið álag á mér. Eins og ég segi þá er ég enn að læra en ég segi alveg nei stundum, eins og að fara eitthvert erlendis að syngja eða fara mikið út á land. Ég geri það ekki.“ Álagið hefur þó aldrei verið það mikið að hún hafi íhugað að hætta í tónlistinni. „Nei ég held að ég drepist uppi á sviði einhvern tímann,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. „Þetta hefur alltaf verið mín köllun í lífinu alveg síðan ég var lítil. Áður en ég byrjaði að tala var ég byrjuð að syngja og þetta hefur alltaf verið það sem ég vil gera. Ég elska þetta.“ Ef hún væri ekki söngkona þá væri hún helst til í að starfa sem dansari eða leikkona. „Það væri í þessum listageira. En ef að ég að ég hefði ekki mátt velja mér neina list þá hefði ég örugglega valið að fara í dýralæknanám eða eitthvað svoleiðis því að ég er algjör dýrakerling.“ Hún segir að auðvitað hafi allir sína skoðun en finnst þó sérstakt að fólk finni sig knúið til að skrifa svona neikvætt um aðra á netinu. „Ég held að það hvarfli ekkert að fólki að manneskjan mögulega sjái þetta. Ég held að hún hefði þá örugglega farið í kleinu þessi kerling. Ég setti „like“ á þetta til að pota aðeins í hana. Ég myndi aldrei skrifa svona. Ég hef alveg skoðanir en ég hef þær fyrir mig eða ræði þær við fólk sem ég treysti. En þetta er bara partur af því að vera opinber persóna hér á Íslandi eins og ég er, af því að ég er í svona starfi. Þannig að maður þarf að vera með svolítið þykkan skráp en ég er alveg með hjarta líka svo mér sárnar alveg. Fólk heldur oft að maður sjái þetta ekki.“ Vísir/Vilhelm Mikið álag á heimilið Hún fékk aðeins að kynnast lífi dansarans þegar hún keppti í þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir voru á Stöð 2 síðasta vetur. Jóhanna Guðrún var komin í frábært dansform eftir þættina en hefur ekkert dansað samkvæmisdansa síðan tökunum lauk. „Ég ætlaði samt alltaf að gera það. Ég fer reyndar í Zumba tíma af og til. Tíminn sem ég tók í þessa keppni var eiginlega tími sem ég átti ekki til. Þetta var náttúrulega gríðarlegt álag á heimilið og ég var að vinna rosalega mikið líka. Það var því eiginlega svolítið kærkomið þegar þetta var búið að þetta væri búið. Auðvitað væri ég alveg til í það um leið og ég er með eldri börn sem taka ekki upp svona mikinn tíma þá væri ég alveg til í að dansa því að mér finnst það gaman. Eins og er þá er voðalega lítill tími í það.“ Keppnishópurinn varð mjög þéttur enda eyddu þau miklum tíma saman og heldur Jóhanna Guðrún enn sambandi við nokkrar af stelpunum. „Ég heyri aðeins í stelpunum. Telma gerir neglur og ég fer stundum til hennar, ég fylgist líka með og tala aðeins við Hönnu Rún, Ástrós og fleiri. Jú ég hef aðeins heyrt í Max en hann er náttúrulega á fullu að kenna. Við mætumst stundum á bílum þar sem hann kennir hérna í Björkinni. Það verður spennandi og ég hlakka til að fylgjast með þeim núna í næstu seríu.“ Allt eins og leikatriði Jóhanna Guðrún og dansherrann hennar Max Petrov báru af í þáttunum og stóðu uppi sem sigurvegarar keppninnar eftir frábæra frammistöðu í hverjum þætti. Það fóru á þeim tíma af stað sögusagnir um að þau væru orðin ástfangin og var slúðrað um mögulegt framhjáhald þeirra á kaffistofum landsins. Jóhanna Guðrún blæs á þær sögusagnir og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra um aðra. „Ég spáði eiginlega ekkert í því og ég eiginlega heyrði ekkert mikið af því. Auðvitað slúðrar fólk en ég einhvern vegin tek sjálf öllu slúðri með fyrirvara af því að ég er í þessum bransa og ég hef oft heyrt svo mikla vitleysu um vini mína, eitthvað sem er bara ekki satt. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk getur setið á einhverjum kaffistofum um allan bæ og talað um einhverja hluti eins og það sé sannleikur þegar þau vita ekkert um það.“ Bendir hún á að fólk átti sig ekki endilega á því að ósannar sögusagnir geti haft mikil áhrif á líf fólks og jafnvel starfsframa. „Sumt af því sem maður hefur heyrt getur sett óorð á fólk. Oft hef ég heyrt eitthvað um vini mína sem ég veit að er ekkert satt, kannski „Hann er á fullu í kókaíni“ eða einhverja svona hluti sem getur verið skaðlegt að fólk sé að tala um og ég veit að þetta er ekki satt því þetta eru kannski nánir vinir mínir. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja. Ef þú hefur ekki séð það þá veistu það ekki. Þó að einhver Gunnhildur á kaffistofunni á hárgreiðslustofunni þinni hafi sagt þetta þá veistu samt ekkert um það og hún veit ekkert um það.“ „Í þessum þáttum þá er allt eins og leikatriði. Það væri rosalega skrítið ef eitthvað danspar í þættinum væri að dansa einhvern af þessum dönsum sem eru í þættinum án þess að það væri einhver tenging. Það þarf alltaf að vera einhver tenging, þetta er náttúrulega bara sýning og við hefðum nú ekki unnið þessa keppni ef við hefðum ekki áttað okkur á því. Það er ekki eins og allar æfingar hafi verið svona, guð minn góður. Þetta var ekki alltaf auðvelt, ekki fyrir mig og ekki fyrir hann. Ég kem þarna inn algjör byrjandi og það tók mig alveg langan tíma að læra hverja einustu rútínu svo hann þurfti að sýna alveg svakalega þolinmæði. Hann varð alveg oft pirraður ef ég var lengi að ná þessu. Ég var líka undir brjálæðislegu álagi.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé lítið hægt að gera í svona slúðri nema að halda áfram sínu striki. „Svona slúður er bara algjört bull. Fólk veit ekki neitt. Auðvitað er samt pirrandi þegar maður heyrir eitthvað sem er algjört rugl og fólk skuli leyfa sér að tala einhvern veginn um mann sem að er ekkert satt. Ég heyrði vinkonur mínar tala um það um daginn að einhver vinkonuhópur á tónleikum sem ég var að syngja á hafi verið að tala um það eins og heilagan sannleik að ég væri búin að láta fylla í varirnar á mér. Ég á fullt af vinkonum sem að hafa látið gera alls konar og ég dæmi það núll en ég er sjálf ekki búin að því. Mér þætti ekkert að því ef að ég væri búin að því en af hverju talar fólk þegar það veit ekkert um það. Það eru förðunarfræðingar sem eru brjálæðislega klárir sem farða mig. Til dæmis ef að þú setur ljómapúður á efri vörina þá virkar hún stærri og eitthvað svona. Mér finnst svo fyndið að fólk sé að tala svona. Af hverju ert þú að tala um eitthvað eins og það sé staðreynd þegar þú veist ekkert um það? Þetta er bara ekki satt.“ Stærsti aðdáandinn Jóhanna Guðrún byrjaði söngferilinn aðeins níu ára gömul og á því líka mjög marga aðdáendur. Eftir að hún endaði í öðru sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Moskvu árið 2009 eignaðist hún líka marga aðdáendur erlendis. Hennar stærsti aðdáandi ferðast langar vegalengdir til þess að fá að hlusta á hana syngja. „Hann mætir ekki á öll „showin“ mín en flest þessi stóru mætir hann á. Hann heitir Jörgen og er þýskur. Hann kemur alltaf þegar hann getur frá Þýskalandi og ef það eru tvær sýningar sama daginn þá kemur hann á báðar. Það er alveg magnað.“ Hún er mjög þakklát þessum einstaka aðdáanda og þykir augljóslega vænt um þá sem styðja við hennar söngferil. „Hann hefur í raun og veru alveg hjálpað mér heilmikið í gegnum tíðina. Af því að alltaf ef ég er í sjónvarpinu eða eitthvað þá er hann alltaf búinn að taka það upp og setja það á Youtube áður en ég kem heim af „gigginu“ liggur við. Það sparar mér auðvitað hellings vinnu, hann er alveg ótrúlegur.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé mikilvægt að stúlkur og konur þori að taka pláss.Úr einkasafni Dreymir um að fá að leika Sandy Jóhanna Guðrún segir að hún sé virkilega þakklát og er mjög ánægð með flestar ákvarðanir sem hún hefur tekið í tónlistinni. Hún hefur ekki eftirsjá yfir því að hafa sleppt einhverjum verkefnum. „Enda hef ég ekki sagt nei við mörgu. Ég hef reynt að grípa flest tækifæri og nýta þau. Ég hefði átt að semja meiri tónlist. Ég hefði átt að skapa meira og gera meira sjálf. Það er kannski það sem er mín stærsta eftirsjá. Ég hef ekki alltaf vitað hvar ég á að byrja eða hvað fólk vill frá mér einhvern vegin. Annars er ég nokkuð sátt við allt.“ Ef hún ætti að setjast niður núna og semja lag væri það eflaust „power“ ballaða. „Með samt svona rokk ívafi, svona hráu ekki þessa sterílu týpu af dívuballöðu, sem eru samt ótrúlega flottar. Minn stíll er svolítið eins og Linda Ronstadt eða eitthvað,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. Í síðustu viku náði Jóhanna Guðrún að láta gamlan draum rætast og vonar innilega að verkefnið verði árlegt hér eftir. „DÍVUR verkefnið var svolítið draumaverkefnið mitt sem við Davíð vorum búin að tala um í mörg ár áður en við hittum Svölu Björgvins með þetta, þá var þetta líka einhver draumur hjá henni. Það var gaman að geta krossað það út af tékklistanum.“ Jóhanna Guðrún og Svala fengu með sér stórkostlega söngvara og var Davíð hljómsveitarstjóri sýningarinnar. Með þeim var hljómsveit, strengjasveit og Gospelkór Vídalínskirkju sem þau hjónin stýra. Selma Björnsdóttir var leikstjóri sýningarinnar og fylltu þau Hörpu tvisvar sinnum sama daginn. Það er samt eitt eftir á „bucketlistanum“ hennar Jóhönnu Guðrúnar en hún var einu sinni á ferlinum nálægt því að láta þann draum rætast. „Ég væri til í að prófa einhvern tímann að fara inn í leiklist. Ég hef samt enga reynslu í því og veit ekkert hvort ég væri eitthvað góð í því en ég væri alveg til í að fá tækifæri til að prófa það. Mig hefur alltaf langað til þess að leika Sandy í Grease. Ég hef alveg komist nálægt því einu sinni, áður en ég fór til Moskvu árið 2009. Þá var Selma að leikstýra Grease og ég fór í prufu. Ég veit ekkert hvort ég hefði fengið þetta. En Selma hringdi svo í mig og sagði að hún gæti ekki einu sinni litið á mig sem möguleika af því að ég væri að fara þarna út og myndi ekki hafa neinn tíma. Ég var svekkt því þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að prófa. Svo er ég nú orðin svolítið gömul í þetta svo það er eins gott að þetta fari að detta inn,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. Jóhanna Guðrún lagði allt í undirbúninginn fyrir Moskvu og endaði í öðru sæti í keppninni og jafnaði þar með besta árangur Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þær Selma eiga þennan titill saman, en Selma lenti í öðru sæti tíu árum áður. „Annars tel ég mig mjög heppna að geta gert það sem ég geri og að geta lifað af því, það er alveg meira en að segja það.“ Eins og staðan er núna getur Jóhanna Guðrún ekki hugsað sér að syngja aftur í Eurovision en útilokar samt ekkert. „Þetta er svakalega mikil pressa og fólk blaðrar svo mikið í kringum þetta. Ég held því ekki. Kannski sem höfundur einhvern tímann en ekki sem flytjandi. Ég fæ oft send flott lög og er beðin um að taka þátt en ég hef alltaf sagt nei. Það hefur allavega verið tilfinningin mín síðustu ár.“ Jóhanna Guðrún er þakklát fyrir að fá að starfa við söng og stefnir á að gefa meira út af sinni eigin tónlist í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Hvetur stelpur og konur til að taka pláss Jóhanna Guðrún og Davíð eru mjög virk í tónlistarstarfi Vídalínskirkju. Gospelkórinn sem þau stjórna þar kemur líka stundum fram á tónleikum þeirra eins og á DÍVUM í Hörpu og verður hann einnig með á jólatónleikum Jóhönnu Guðrúnar og Eyþórs Inga. „Davíð spilar í sunnudagaskólanum annað slagið. Við erum með þrjá kóra, við erum yngri og eldri barnakór því við ákváðum að prófa að tvískipta börnunum núna og einnig erum við með unglingakór og fullorðinskór. Svo tökum við líka mikið af kirkjutengdum verkefnum að okkur.“ Trúin spilar samt ekki stórt hlutverk í lífi Jóhönnu í dag nema í gegnum tónlistina. „En ég var alveg ótrúlega trúað barn, það var mjög fyndið. En jú mér finnst voðalega notalegt að vera í kirkjunni og mér þykir ótrúlega vænt um þetta tækifæri og þetta starf sem að við höfum fengið í gegnum kirkjuna.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé yndislegt að vinna með þessum börnum og þessum unglingum. Hún nýtir líka aðstöðu sína til þess að reyna að hafa jákvæð áhrif á þeirra sjálfsmynd. „Það er svo gaman hvað mér þykir vænt um þessa krakka og að fá að sjá þau blómstra. Þetta eru aðallega stelpur. Mitt markmið er að styrkja þær aðeins, burt séð frá söngnum. Það skiptir mig máli að þær leyfi sér að taka pláss. Mér finnst það svolítið ríkt í stúlkum í dag frá 12 ára og upp úr að þær eru svo hræddar við að mistakast. Þær eru alltaf svo uppteknar af því að þetta sé fullkomið. Ég er að reyna að útskýra fyrir þeim að þú verður ekkert góður í neinu nema að mistakast stundum.“ Jóhanna Guðrún segir að hún hafi sjálf verið sjálfsörugg á unglingsárunum og þakkar foreldrum sínum fyrir það. „Ég er alin upp af foreldrum sem eru held ég ótrúlega góð í því að ala upp sjálfsörugg börn. Ég var alin upp í því að ég væri sterk og að ég gæti hluti sem ég vildi. Að eðlisfari hef ég verið frekar ákveðin og verið svona blátt áfram týpa.“ „Auðvitað fæðumst við öll með okkar persónuleika en ég var alltaf hvött áfram og hrósað mikið. Þetta er náttúrulega rosalega mikilvægt í því að ala upp börn, að þau viti það að þau geti gert hvað sem er. Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt með stelpur, þó að strákarnir séu allt annar handleggur og ég þarf ekki einu sinni að ræða það, það er alls konar þar líka. En verandi stelpa og eigandi stelpu og vinnandi með unglingsstelpum þá finnst mér alveg þörf á þessu, að „peppa“ þær upp og sýna þeim að þær geti hvað sem er. Ég vil frekar að þær séu skessur heldur en litlar mýs.“ Jóhanna Guðrún segir að með tilkomu samfélagsmiðla hafi upprennandi söngkonur allt í hendi sér til þess að vekja athygli á sér. Fólk muni taka eftir því sem er vel gert. „Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora.“ Börn og uppeldi Fæðingarorlof Helgarviðtal Tónlist Viðtal Tengdar fréttir Stjörnulífið: Brúðkaup og bolti og dívurnar geisluðu í Hörpu Stjörnulífið er nýr liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 16. september 2019 11:30 Jóhanna Guðrún seldi upp á Celine Dion tónleika sína á 30 sekúndum "Seldist upp á 30 sek, aukatónleikar í sölu og ekki margir miðar eftir. You Snooze you lose,“ segir Davíð Sigurgeirsson, eiginmaður söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem ætlar sér að syngja Celine Dion lög í Salnum í Kópavogi þann 16. febrúar næstkomandi. 1. október 2018 16:30 Jóhanna Guðrún komin 34 vikur á leið í Hataragalla Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur sig vel út í Hataragalla komin 34 vikur á leið. Jóhanna Guðrún á von á sínu öðru barni í júní. 14. maí 2019 13:52 Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju Helsta tónlistarfólk landsins mætti og flutti lög í athöfninni. 21. september 2018 20:09 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum en hún var byrjuð að syngja í brúðkaupum aðeins tveimur vikum eftir fæðinguna. Að hennar mati er erfitt fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk að taka sér fæðingarorlof. Hún segist taka gagnrýni á netinu inn á sig og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra. „Það gengur vel. Ég held að allir foreldrar þekki að það er aðeins meira að vera með tvö en eitt. Hann er reyndar alveg merkilega gott ungbarn, sjö, níu, þrettán. Það er aðallega þetta að stilla systur hans af,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. Stóra systirin er aðeins að bregðast við nýja fjölskyldumeðlimnum með því að prófa hversu mikið hún kemst upp með á heimilinu. „Þetta getur verið áskorun.“ Brjóstagjöf baksviðs Fyrr í þessum mánuði fóru fram tónleikarnir DÍVUR í Eldborgarsal Hörpunnar í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Á bak við það verkefni var langt og strangt æfingaferli fyrir bæði Jóhönnu Guðrúnu og Davíð Sigurgeirsson eiginmann hennar. Sonur þeirra var með á öllum æfingum, með stór heyrnaskjól svo hávaðinn myndi ekki trufla hann. „Svona er þetta líf tónlistarmannsins, það þarf bara að halda áfram. Þetta er svolítið harður heimur hvað þetta varðar. Börnin okkar þurfa svolítið að venjast þessu því við erum bæði á fullu í þessum bransa. Dóttir okkar er líka alin upp svona. Hún kom með okkur á æfingar og kann að fylgjast með en veit alveg að hún má líka vera með ef hún vill. Á Dívuæfingunum voru svo margir til taks. Ég gaf honum alltaf að drekka þegar hann var svangur en á meðan ég þurfti að syngja þá var alltaf einhver sem vildi halda á honum eða vera með hann. Selma Björns var mikið með hann og hann var bara í vellystingum, þetta var rosalega notalegt.“ Jóhanna Guðrún var alltaf vel undirbúin og með hlaðinn bíl af barnadóti. „Barnavagn, ömmustól og alls konar dót til þess að gera þetta auðvelt. Hann var tveggja vikna þegar ég byrjaði að syngja aftur eftir að hann fæddist, hann fæddist náttúrulega inn í brúðkaupstörn. Mikið af brúðkaupum eru bókuð með þannig fyrirvara að ég var ekki einu sinni orðin ófrísk þegar ég var bókuð í þessi brúðkaup. Svo er þetta gaman.“ Hún segist vera ótrúlega heppin með stuðninginn í kringum sig, sérstaklega þegar það er mikið að gera hjá þeim báðum. „Mamma mín er ofboðslega dugleg og er hjúkrunarfræðingur líka sem er ekki verra. Ég pumpaði mig og stökk í brúðkaupin og var komin fljótt aftur. Ég sagði bara nei við því sem að ég hefði þurft að vera lengi í burtu frá honum því það get ég náttúrulega ekki gert. Þar sem ég get tekið hann með mér þá geri ég það. Á tónleikum þá er hann inni í búningsherberginu mínu eða hjá einhverjum sem er að hugsa um hann og svo stekk ég til og gef honum brjóst. Þetta bara gengur.“ Jóhanna Guðrún með litla drenginn sinn, sem hún segir að sé draumabarn.Úr einkasafni Fólk er fljótt að gleyma Jóhanna Guðrún er sjálfstætt starfandi og því á hún ekki rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Það er samt ekki eina ástæðan fyrir því að hún tók ekki langt hlé frá söngnum eftir fæðinguna. „Þetta er rosalega erfitt. Ef þú safnar [fyrir fæðinguna] og dettur svo út í einhverja mánuði þá er það heldur ekki gott. Þú dettur úr þjálfun og fólk er svo fljótt að gleyma þér, það er bara þannig. Þetta er raunveruleikinn.“ Eftir að Jóhanna Guðrún eignaðist stelpuna sína árið 2015 tók hún sér lengra hlé frá söngnum en hún gerði núna eftir fæðingu sonarins. „Ég tók mér meiri pásu fyrst af því að fólk sagði mér að gera það, ég bara hlýddi því einhvern vegin. En í kjölfarið þá leið mér ekkert mjög vel. Mér líður ekki vel ef ég er ekki að syngja. Þetta er svo ólíkt þeim vinnum þar sem þú mætir á skrifstofuna, þú ert að gera það sem þú elskar. Söngur er svo stór partur af mér og ef ég er ekki að syngja þá líður mér ekki vel. Mér líður eins og ég sé ekki að gera neitt gagn. Í rauninni finnst mér þetta allt í lagi. Auðvitað er þetta eitthvað sem maður velur sér. Þetta starf er óreglulegt og svolítið skrítið stundum.“ Söng alla meðgönguna Þó að Jóhanna Guðrún hafi verið byrjuð að koma fram og syngja hálfum mánuði eftir fæðingu sonarins, þá var það ekki auðvelt fyrir hana. „Ég renndi svolítið blint í sjóinn með þetta. Ég söng fyrst tveimur vikum eftir að hann kom. Ég fékk samt barnsfararsótt eftir að hann fæddist og fékk sýkingu í legið og var rosalega veik í tvær vikur eftir að hann fæddist. Þannig að ég var að rísa upp úr rúminu þegar ég tók fyrsta giggið. Ég hugsaði eftir það að þetta væri djöfulsins vitleysa, þetta var of mikið. Samt sem áður er ég bara þannig týpa að ég var bókuð og ég vildi standa við þetta. Ef einhver er að gifta sig þá er búið að plana þetta í marga mánuði og það að koma ekki þegar þú getur alveg tjaslað þér saman og farið, ég get ekki gert fólki það. Ég mætti því, en ég myndi ekkert mæla með þessu.“ Það leið samt ekki langur tími þar til Jóhanna Guðrún fann að hún var aftur komin með fyrri styrk og leið aftur eins og fyrir meðgöngu og fæðingu. „Ég var að syngja stanslaust frá því að hann var tveggja vikna en ég fann það þegar ég var að syngja þegar hann var svona fjögurra vikna að þetta væri núna alveg komið. Það er samt ansi fljótt sko og það eru alls ekki allar sem að ná því svoleiðis. En ég held að það sem hafi hjálpað var að ég var að syngja alveg fram á síðasta dag. Ef ég hefði stoppað þá hefði kannski tekið mig lengri tíma að aðlagast. Því þegar þú ert ófrísk ertu stöðugt að aðlagast enda alltaf með stækkandi maga og svoleiðis. Stuðningurinn við sönginn fer, eins og þú ert vön honum að minnsta kosti. Ef þú stoppar þá ert þú lengur að átta þig á hlutunum þegar barnið fæðist.“ Hún segir að stór þáttur í því hvað hún var fljótt komin af stað aftur sé hversu vær og góður litli drengurinn þeirra er. „Hann er náttúrulega draumabarn. Ég veit ekkert hvað hefði orðið ef hann hefði verið óvær og grátið mikið. Þá hefði ég þurft að endurskoða þetta.“ Jóhanna Guðrún baksviðs á DÍVUR tónleikunum.Úr einkasafni Best að vera á Íslandi Jóhanna Guðrún komst á samning hjá Casablanca Records í Bandaríkjunum aðeins 11 ára gömul og tók þar við ævintýri sem mótaði hana mikið. Hún og Davíð fluttu líka til Noregs árið 2012 þar sem Jóhanna Guðrún ætlaði að reyna fyrir sér í söngnum þar. Hún fann samt fljótt að henni líður alltaf best á Íslandi.Sjá einnig: Langt frá að vera eðlilegar aðstæður fyrir barn „Ég er með svo ofboðslega stórar rætur hérna. Ég á rosalega erfitt með að vera hamingjusöm þegar ég er ekki heima. Ég á foreldra og fjölskyldu sem ég er mjög náin. Mér finnst mjög erfitt að vera ekki í sama landi og foreldrar mínir. Ég á lítil frændsystkin og að þurfa að missa af öllum afmælum og svona fannst mér hræðilegt þegar við bjuggum úti. Ég lærði að þetta væri sennilega ekki fyrir mig. Ekki að ég sé að útiloka neitt eða að segja að ég flytji aldrei. Ef að ég fæ eitthvað frábært tækifæri eða eitthvað.“ Eftir fimm ár sér hún sig vera að gera það nákvæmlega sama og hún er að gera í dag. „Að halda tónleika og syngja úti um allt. Þetta var það sem ég ákvað og hefur allt gengið upp hjá manni sem betur fer. Ég væri til í að vera duglegri að búa til tónlist og gefa út tónlist. Það er það sem ég þyrfti að bæta hjá sjálfri mér. Ég get það alveg, það er bara þetta tímaleysi sérstaklega eftir að börnin komu. Maður er á fullu í alls konar verkefnum og gleymir svolítið þessum hluta, þú hefur ekki orku í það. Ég væri til í að hægt og bítandi verða duglegri við þetta á næstu árum. Það er svo mikilvægt fyrir arfleið manns að vera með eitthvað sem þú hefur gefið út.“ Sálufélagar í tónlist Það vakti athygli á DÍVUR tónleikunum að Jóhanna Guðrún söng meðal annars lög frá Bubba Morthens og Led Zeppelin. Hún segist ekki vera búin að flytja oft lög sem þessi opinberlega. „Ég hef þó flutt lagið Rómeó og Júlía á Íslensku perlurnar tónleikunum mínum. Ég er bara „sökker“ fyrir góðum lögum. Það skiptir einhvern veginn ekki máli hvar þau liggja. Kjarninn í mér er samt svolítið rokk samt. Það er eitthvað sem fólk kannski fattar ekki. Mínar fyrirmyndir eru svona þessar dívur en líka rokk karlsöngvarar og ég beiti mér oft svolítið þannig líka. Fólk tengir það ekki því ég kem þannig fram, ég er yfirleitt með krullur í hárinu í kjól að syngja Is it true. Þess vegna er svo gaman að fá að fara út fyrir rammann. Við Svala vorum að halda þessa tónleika með Senu og þá fékk maður listrænt frelsi til að prófa svona hluti, ég hefði kannski ekki fengið það á hvaða tónleikum sem er. Við Davíð erum líka svo gott teymi í svona.“ Jóhanna Guðrún sér fyrir sér að gera enn meira af þannig verkefnum í framtíðinni. Davíð eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar var hljómsveitarstjóri sýningarinnar og vinna þau mikið saman í tónlistinni. Þegar þau byrjuðu saman voru margir sem spurðu þau hvort þau ætluðu virkilega að þora því. „En í raun og veru kemur okkur best saman í tónlistinni. Það er svona frekar karakterarnir okkar sem klessa saman í okkar daglega lífi. Við erum bæði góð í því sem við gerum, hann er náttúrulega alveg stjarnfræðilega klár. Ég hef bara aldrei neitt út á hann að setja í tónlist, hann er fullkominn þar. En svo erum við bæði ófullkomin sem manneskjur í lífinu og það er þá frekar þar sem okkur lendir saman heldur en í tónlistinni, blessunarlega. Okkur gengur alltaf vel saman, við erum svolítið sálufélagar í tónlist.“ Jóhanna og Davíð eiga eins árs brúðkaupsafmæli í þessum mánuði.Úr einkasafni Espa hvort annað upp Framundan hjá Jóhönnu Guðrúnu eru gæðastundir með fjölskyldunni og svo auðvitað æfingar fyrir komandi verkefni. „Við erum að fara að skíra og svo er líka fjögurra ára afmæli dótturinnar í október. Svo eigum við brúðkaupsafmæli og Davíð á afmæli líka. Ég er að fara að syngja í Evitu núna í nóvember og það verður æðislega skemmtilegt. Við Eyþór Ingi ætlum svo að halda jólatónleika í Háskólabíó og í Hofi. Það verður í nóvember og desember. Við gerðum þetta í fyrra og það var ógeðslega gaman. Okkur Davíð finnst svo frábært að vinna með Eyþóri, hann er svo mikill snillingur og við vinnum svo vel saman við þrjú.“ Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi ná einstaklega vel saman í tónlistinni og reyna alltaf að toppa hvort annað á sviðinu. „Við erum bæði svona „power“ söngvarar. Ég man að við sungum fyrst saman á jólatónleikum Fíladelfíu, Hjartað lyftir mér hærra, sem varð síðar vinsælt myndband. Við föttuðum þá að það kemur einhver orka á milli okkar, meira svona keppnislegs eðlis. Þetta er frekar fyndið því að við förum eiginlega alltaf í einhverja dívukeppni. Það verður allt stærra og meira og við espum hvort annað svolítið upp. Þeir strákarnir ná líka vel saman, hann og Davíð, þannig að það er gaman fyrir okkur að gera svona verkefni saman. Hann er svolítið karlkyns útgáfan af mér og öfugt. Það er svaka kraftur í þessum tónleikum en síðan á þetta líka að vera létt og skemmtilegt, húmor og gleði út í gegn. Við erum strax byrjuð að undirbúa okkur og salan fer vel af stað. Það er svo margt sem þarf að hugsa út í og Davíð þarf líka að skrifa út nótur fyrir hvern einasta mann sem stendur á sviðinu og kórinn, ákveða lögin og passa að það sé rétt flæði í dagskránni. Svo þarf að æfa líka.“ Sárnar stundum gagnrýnin Jóhanna Guðrún viðurkennir að hún sé með fullkomnunaráráttu þegar kemur að tónlist. „Ég er aldrei ánægð með neitt sem ég geri. Mér finnst hrikalega erfitt að hlusta á sjálfa mig syngja því að mér finnst það aldrei nógu gott. Ég held að það séu mjög margir svona, ég held að Davíð sé líka svona við sjálfan sig. Fullt af söngvurum sem ég þekki eru svona líka.“ Hún segist sjálf vera sinn harðasti gagnrýnandi. „Enda held ég að ég sé frekar viðkvæm fyrir gagnrýni af því að ef þú gagnrýnir mig þá er ég búin að gagnrýna mig helmingi meira sjálf. Ég verð alveg sár sko. Auðvitað á maður ekkert að vera það því maður getur ekki gert öllum til geðs og svo er smekkur fólks líka mismunandi. Auðvitað er ég ekkert eitthvað best í heimi og allir fíla mig.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sjái stundum það sem fólk skrifar um hana á netinu og í athugasemdakerfum fréttamiðla. „Þegar Eyþór setti inn auglýsingu fyrir tónleikana okkar á sína síðu þá skrifuðu flestir „Æðislegt“ eða eitthvað álíka en svo sé ég eina athugasemd frá konu sem var „Já ég er nú ekki hrifin af Jóhönnu Guðrúnu,“ eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta svo fyndið, heldur fólk virkilega að ég sjái þetta ekki? Eins fáránlegt og það er þá fær maður smá sting í hjartað því maður er alltaf að gera sitt besta.“ Ennþá að læra Hún sér ekki marga aðra ókosti við það að starfa sem söngkona á Íslandi og sér fram á að gera það áfram út lífið. „Það er aðallega bara það að stundum er mikið að gera hjá þér en þú veist aldrei hvenær það verður lítið að gera, maður lifir því alltaf við þessa hræðslu. Hvað ef það verður allt í einu ekkert að gera hjá mér? Hvað á ég þá að gera? Það er kannski það eina. En við höfum verið ótrúlega heppin ég og Davíð og erum dugleg líka. Þannig að ég get ekki kvartað undan því núna en það býr innra með manni þessi hræðsla samt. Annars finnst mér þetta geggjað. Það er svo gaman að fá tækifæri til þess að vinna með alls konar fólki, enginn dagur er eins. Tónlistarfólk er líka fyndnasta fólk í heimi þannig að það er aldrei leiðinlegt hjá mér í vinnunni.“ Jóhanna Guðrún segir að móðurhlutverkið hafi að sjálfsögðu áhrif á það hvernig verkefni hún tekur að sér en viðurkennir þó að það mætti alveg hafa enn meiri áhrif. „Stundum er mjög mikið álag en það er mitt að stjórna því. Ég er ennþá að læra það, maður lifir og lærir. Stundum fæ ég spennandi tilboð og langar ofboðslega mikið að gera einhver verkefni sem að myndi henta mér betur að segja nei við en ég segi oft já. Þá veldur það því að það verður svolítið mikið álag á mér. Eins og ég segi þá er ég enn að læra en ég segi alveg nei stundum, eins og að fara eitthvert erlendis að syngja eða fara mikið út á land. Ég geri það ekki.“ Álagið hefur þó aldrei verið það mikið að hún hafi íhugað að hætta í tónlistinni. „Nei ég held að ég drepist uppi á sviði einhvern tímann,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. „Þetta hefur alltaf verið mín köllun í lífinu alveg síðan ég var lítil. Áður en ég byrjaði að tala var ég byrjuð að syngja og þetta hefur alltaf verið það sem ég vil gera. Ég elska þetta.“ Ef hún væri ekki söngkona þá væri hún helst til í að starfa sem dansari eða leikkona. „Það væri í þessum listageira. En ef að ég að ég hefði ekki mátt velja mér neina list þá hefði ég örugglega valið að fara í dýralæknanám eða eitthvað svoleiðis því að ég er algjör dýrakerling.“ Hún segir að auðvitað hafi allir sína skoðun en finnst þó sérstakt að fólk finni sig knúið til að skrifa svona neikvætt um aðra á netinu. „Ég held að það hvarfli ekkert að fólki að manneskjan mögulega sjái þetta. Ég held að hún hefði þá örugglega farið í kleinu þessi kerling. Ég setti „like“ á þetta til að pota aðeins í hana. Ég myndi aldrei skrifa svona. Ég hef alveg skoðanir en ég hef þær fyrir mig eða ræði þær við fólk sem ég treysti. En þetta er bara partur af því að vera opinber persóna hér á Íslandi eins og ég er, af því að ég er í svona starfi. Þannig að maður þarf að vera með svolítið þykkan skráp en ég er alveg með hjarta líka svo mér sárnar alveg. Fólk heldur oft að maður sjái þetta ekki.“ Vísir/Vilhelm Mikið álag á heimilið Hún fékk aðeins að kynnast lífi dansarans þegar hún keppti í þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir voru á Stöð 2 síðasta vetur. Jóhanna Guðrún var komin í frábært dansform eftir þættina en hefur ekkert dansað samkvæmisdansa síðan tökunum lauk. „Ég ætlaði samt alltaf að gera það. Ég fer reyndar í Zumba tíma af og til. Tíminn sem ég tók í þessa keppni var eiginlega tími sem ég átti ekki til. Þetta var náttúrulega gríðarlegt álag á heimilið og ég var að vinna rosalega mikið líka. Það var því eiginlega svolítið kærkomið þegar þetta var búið að þetta væri búið. Auðvitað væri ég alveg til í það um leið og ég er með eldri börn sem taka ekki upp svona mikinn tíma þá væri ég alveg til í að dansa því að mér finnst það gaman. Eins og er þá er voðalega lítill tími í það.“ Keppnishópurinn varð mjög þéttur enda eyddu þau miklum tíma saman og heldur Jóhanna Guðrún enn sambandi við nokkrar af stelpunum. „Ég heyri aðeins í stelpunum. Telma gerir neglur og ég fer stundum til hennar, ég fylgist líka með og tala aðeins við Hönnu Rún, Ástrós og fleiri. Jú ég hef aðeins heyrt í Max en hann er náttúrulega á fullu að kenna. Við mætumst stundum á bílum þar sem hann kennir hérna í Björkinni. Það verður spennandi og ég hlakka til að fylgjast með þeim núna í næstu seríu.“ Allt eins og leikatriði Jóhanna Guðrún og dansherrann hennar Max Petrov báru af í þáttunum og stóðu uppi sem sigurvegarar keppninnar eftir frábæra frammistöðu í hverjum þætti. Það fóru á þeim tíma af stað sögusagnir um að þau væru orðin ástfangin og var slúðrað um mögulegt framhjáhald þeirra á kaffistofum landsins. Jóhanna Guðrún blæs á þær sögusagnir og furðar sig á því hvað fólk leyfir sér að slúðra um aðra. „Ég spáði eiginlega ekkert í því og ég eiginlega heyrði ekkert mikið af því. Auðvitað slúðrar fólk en ég einhvern vegin tek sjálf öllu slúðri með fyrirvara af því að ég er í þessum bransa og ég hef oft heyrt svo mikla vitleysu um vini mína, eitthvað sem er bara ekki satt. Mér finnst ótrúlegt hvað fólk getur setið á einhverjum kaffistofum um allan bæ og talað um einhverja hluti eins og það sé sannleikur þegar þau vita ekkert um það.“ Bendir hún á að fólk átti sig ekki endilega á því að ósannar sögusagnir geti haft mikil áhrif á líf fólks og jafnvel starfsframa. „Sumt af því sem maður hefur heyrt getur sett óorð á fólk. Oft hef ég heyrt eitthvað um vini mína sem ég veit að er ekkert satt, kannski „Hann er á fullu í kókaíni“ eða einhverja svona hluti sem getur verið skaðlegt að fólk sé að tala um og ég veit að þetta er ekki satt því þetta eru kannski nánir vinir mínir. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja. Ef þú hefur ekki séð það þá veistu það ekki. Þó að einhver Gunnhildur á kaffistofunni á hárgreiðslustofunni þinni hafi sagt þetta þá veistu samt ekkert um það og hún veit ekkert um það.“ „Í þessum þáttum þá er allt eins og leikatriði. Það væri rosalega skrítið ef eitthvað danspar í þættinum væri að dansa einhvern af þessum dönsum sem eru í þættinum án þess að það væri einhver tenging. Það þarf alltaf að vera einhver tenging, þetta er náttúrulega bara sýning og við hefðum nú ekki unnið þessa keppni ef við hefðum ekki áttað okkur á því. Það er ekki eins og allar æfingar hafi verið svona, guð minn góður. Þetta var ekki alltaf auðvelt, ekki fyrir mig og ekki fyrir hann. Ég kem þarna inn algjör byrjandi og það tók mig alveg langan tíma að læra hverja einustu rútínu svo hann þurfti að sýna alveg svakalega þolinmæði. Hann varð alveg oft pirraður ef ég var lengi að ná þessu. Ég var líka undir brjálæðislegu álagi.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé lítið hægt að gera í svona slúðri nema að halda áfram sínu striki. „Svona slúður er bara algjört bull. Fólk veit ekki neitt. Auðvitað er samt pirrandi þegar maður heyrir eitthvað sem er algjört rugl og fólk skuli leyfa sér að tala einhvern veginn um mann sem að er ekkert satt. Ég heyrði vinkonur mínar tala um það um daginn að einhver vinkonuhópur á tónleikum sem ég var að syngja á hafi verið að tala um það eins og heilagan sannleik að ég væri búin að láta fylla í varirnar á mér. Ég á fullt af vinkonum sem að hafa látið gera alls konar og ég dæmi það núll en ég er sjálf ekki búin að því. Mér þætti ekkert að því ef að ég væri búin að því en af hverju talar fólk þegar það veit ekkert um það. Það eru förðunarfræðingar sem eru brjálæðislega klárir sem farða mig. Til dæmis ef að þú setur ljómapúður á efri vörina þá virkar hún stærri og eitthvað svona. Mér finnst svo fyndið að fólk sé að tala svona. Af hverju ert þú að tala um eitthvað eins og það sé staðreynd þegar þú veist ekkert um það? Þetta er bara ekki satt.“ Stærsti aðdáandinn Jóhanna Guðrún byrjaði söngferilinn aðeins níu ára gömul og á því líka mjög marga aðdáendur. Eftir að hún endaði í öðru sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Moskvu árið 2009 eignaðist hún líka marga aðdáendur erlendis. Hennar stærsti aðdáandi ferðast langar vegalengdir til þess að fá að hlusta á hana syngja. „Hann mætir ekki á öll „showin“ mín en flest þessi stóru mætir hann á. Hann heitir Jörgen og er þýskur. Hann kemur alltaf þegar hann getur frá Þýskalandi og ef það eru tvær sýningar sama daginn þá kemur hann á báðar. Það er alveg magnað.“ Hún er mjög þakklát þessum einstaka aðdáanda og þykir augljóslega vænt um þá sem styðja við hennar söngferil. „Hann hefur í raun og veru alveg hjálpað mér heilmikið í gegnum tíðina. Af því að alltaf ef ég er í sjónvarpinu eða eitthvað þá er hann alltaf búinn að taka það upp og setja það á Youtube áður en ég kem heim af „gigginu“ liggur við. Það sparar mér auðvitað hellings vinnu, hann er alveg ótrúlegur.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé mikilvægt að stúlkur og konur þori að taka pláss.Úr einkasafni Dreymir um að fá að leika Sandy Jóhanna Guðrún segir að hún sé virkilega þakklát og er mjög ánægð með flestar ákvarðanir sem hún hefur tekið í tónlistinni. Hún hefur ekki eftirsjá yfir því að hafa sleppt einhverjum verkefnum. „Enda hef ég ekki sagt nei við mörgu. Ég hef reynt að grípa flest tækifæri og nýta þau. Ég hefði átt að semja meiri tónlist. Ég hefði átt að skapa meira og gera meira sjálf. Það er kannski það sem er mín stærsta eftirsjá. Ég hef ekki alltaf vitað hvar ég á að byrja eða hvað fólk vill frá mér einhvern vegin. Annars er ég nokkuð sátt við allt.“ Ef hún ætti að setjast niður núna og semja lag væri það eflaust „power“ ballaða. „Með samt svona rokk ívafi, svona hráu ekki þessa sterílu týpu af dívuballöðu, sem eru samt ótrúlega flottar. Minn stíll er svolítið eins og Linda Ronstadt eða eitthvað,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. Í síðustu viku náði Jóhanna Guðrún að láta gamlan draum rætast og vonar innilega að verkefnið verði árlegt hér eftir. „DÍVUR verkefnið var svolítið draumaverkefnið mitt sem við Davíð vorum búin að tala um í mörg ár áður en við hittum Svölu Björgvins með þetta, þá var þetta líka einhver draumur hjá henni. Það var gaman að geta krossað það út af tékklistanum.“ Jóhanna Guðrún og Svala fengu með sér stórkostlega söngvara og var Davíð hljómsveitarstjóri sýningarinnar. Með þeim var hljómsveit, strengjasveit og Gospelkór Vídalínskirkju sem þau hjónin stýra. Selma Björnsdóttir var leikstjóri sýningarinnar og fylltu þau Hörpu tvisvar sinnum sama daginn. Það er samt eitt eftir á „bucketlistanum“ hennar Jóhönnu Guðrúnar en hún var einu sinni á ferlinum nálægt því að láta þann draum rætast. „Ég væri til í að prófa einhvern tímann að fara inn í leiklist. Ég hef samt enga reynslu í því og veit ekkert hvort ég væri eitthvað góð í því en ég væri alveg til í að fá tækifæri til að prófa það. Mig hefur alltaf langað til þess að leika Sandy í Grease. Ég hef alveg komist nálægt því einu sinni, áður en ég fór til Moskvu árið 2009. Þá var Selma að leikstýra Grease og ég fór í prufu. Ég veit ekkert hvort ég hefði fengið þetta. En Selma hringdi svo í mig og sagði að hún gæti ekki einu sinni litið á mig sem möguleika af því að ég væri að fara þarna út og myndi ekki hafa neinn tíma. Ég var svekkt því þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að prófa. Svo er ég nú orðin svolítið gömul í þetta svo það er eins gott að þetta fari að detta inn,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. Jóhanna Guðrún lagði allt í undirbúninginn fyrir Moskvu og endaði í öðru sæti í keppninni og jafnaði þar með besta árangur Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þær Selma eiga þennan titill saman, en Selma lenti í öðru sæti tíu árum áður. „Annars tel ég mig mjög heppna að geta gert það sem ég geri og að geta lifað af því, það er alveg meira en að segja það.“ Eins og staðan er núna getur Jóhanna Guðrún ekki hugsað sér að syngja aftur í Eurovision en útilokar samt ekkert. „Þetta er svakalega mikil pressa og fólk blaðrar svo mikið í kringum þetta. Ég held því ekki. Kannski sem höfundur einhvern tímann en ekki sem flytjandi. Ég fæ oft send flott lög og er beðin um að taka þátt en ég hef alltaf sagt nei. Það hefur allavega verið tilfinningin mín síðustu ár.“ Jóhanna Guðrún er þakklát fyrir að fá að starfa við söng og stefnir á að gefa meira út af sinni eigin tónlist í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Hvetur stelpur og konur til að taka pláss Jóhanna Guðrún og Davíð eru mjög virk í tónlistarstarfi Vídalínskirkju. Gospelkórinn sem þau stjórna þar kemur líka stundum fram á tónleikum þeirra eins og á DÍVUM í Hörpu og verður hann einnig með á jólatónleikum Jóhönnu Guðrúnar og Eyþórs Inga. „Davíð spilar í sunnudagaskólanum annað slagið. Við erum með þrjá kóra, við erum yngri og eldri barnakór því við ákváðum að prófa að tvískipta börnunum núna og einnig erum við með unglingakór og fullorðinskór. Svo tökum við líka mikið af kirkjutengdum verkefnum að okkur.“ Trúin spilar samt ekki stórt hlutverk í lífi Jóhönnu í dag nema í gegnum tónlistina. „En ég var alveg ótrúlega trúað barn, það var mjög fyndið. En jú mér finnst voðalega notalegt að vera í kirkjunni og mér þykir ótrúlega vænt um þetta tækifæri og þetta starf sem að við höfum fengið í gegnum kirkjuna.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé yndislegt að vinna með þessum börnum og þessum unglingum. Hún nýtir líka aðstöðu sína til þess að reyna að hafa jákvæð áhrif á þeirra sjálfsmynd. „Það er svo gaman hvað mér þykir vænt um þessa krakka og að fá að sjá þau blómstra. Þetta eru aðallega stelpur. Mitt markmið er að styrkja þær aðeins, burt séð frá söngnum. Það skiptir mig máli að þær leyfi sér að taka pláss. Mér finnst það svolítið ríkt í stúlkum í dag frá 12 ára og upp úr að þær eru svo hræddar við að mistakast. Þær eru alltaf svo uppteknar af því að þetta sé fullkomið. Ég er að reyna að útskýra fyrir þeim að þú verður ekkert góður í neinu nema að mistakast stundum.“ Jóhanna Guðrún segir að hún hafi sjálf verið sjálfsörugg á unglingsárunum og þakkar foreldrum sínum fyrir það. „Ég er alin upp af foreldrum sem eru held ég ótrúlega góð í því að ala upp sjálfsörugg börn. Ég var alin upp í því að ég væri sterk og að ég gæti hluti sem ég vildi. Að eðlisfari hef ég verið frekar ákveðin og verið svona blátt áfram týpa.“ „Auðvitað fæðumst við öll með okkar persónuleika en ég var alltaf hvött áfram og hrósað mikið. Þetta er náttúrulega rosalega mikilvægt í því að ala upp börn, að þau viti það að þau geti gert hvað sem er. Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt með stelpur, þó að strákarnir séu allt annar handleggur og ég þarf ekki einu sinni að ræða það, það er alls konar þar líka. En verandi stelpa og eigandi stelpu og vinnandi með unglingsstelpum þá finnst mér alveg þörf á þessu, að „peppa“ þær upp og sýna þeim að þær geti hvað sem er. Ég vil frekar að þær séu skessur heldur en litlar mýs.“ Jóhanna Guðrún segir að með tilkomu samfélagsmiðla hafi upprennandi söngkonur allt í hendi sér til þess að vekja athygli á sér. Fólk muni taka eftir því sem er vel gert. „Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora.“
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Helgarviðtal Tónlist Viðtal Tengdar fréttir Stjörnulífið: Brúðkaup og bolti og dívurnar geisluðu í Hörpu Stjörnulífið er nýr liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 16. september 2019 11:30 Jóhanna Guðrún seldi upp á Celine Dion tónleika sína á 30 sekúndum "Seldist upp á 30 sek, aukatónleikar í sölu og ekki margir miðar eftir. You Snooze you lose,“ segir Davíð Sigurgeirsson, eiginmaður söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem ætlar sér að syngja Celine Dion lög í Salnum í Kópavogi þann 16. febrúar næstkomandi. 1. október 2018 16:30 Jóhanna Guðrún komin 34 vikur á leið í Hataragalla Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur sig vel út í Hataragalla komin 34 vikur á leið. Jóhanna Guðrún á von á sínu öðru barni í júní. 14. maí 2019 13:52 Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju Helsta tónlistarfólk landsins mætti og flutti lög í athöfninni. 21. september 2018 20:09 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Stjörnulífið: Brúðkaup og bolti og dívurnar geisluðu í Hörpu Stjörnulífið er nýr liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 16. september 2019 11:30
Jóhanna Guðrún seldi upp á Celine Dion tónleika sína á 30 sekúndum "Seldist upp á 30 sek, aukatónleikar í sölu og ekki margir miðar eftir. You Snooze you lose,“ segir Davíð Sigurgeirsson, eiginmaður söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem ætlar sér að syngja Celine Dion lög í Salnum í Kópavogi þann 16. febrúar næstkomandi. 1. október 2018 16:30
Jóhanna Guðrún komin 34 vikur á leið í Hataragalla Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur sig vel út í Hataragalla komin 34 vikur á leið. Jóhanna Guðrún á von á sínu öðru barni í júní. 14. maí 2019 13:52
Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Garðakirkju Helsta tónlistarfólk landsins mætti og flutti lög í athöfninni. 21. september 2018 20:09