Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2019 11:24 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, bauð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í siglingu um Nuukfjörð í gær. Mynd/Forsetaskrifstofan. „Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“. Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
„Við Íslendingar hlökkum til þess að styrkja enn frekar þau bönd sem tengja löndin okkar tvö,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu í kvöldverðarboði grænlensku landstjórnarinnar í Húsi Hans Egede í Nuuk, í gærkvöldi. Forsetinn sagði Íslendinga ekki endilega vita eins mikið og æskilegt væri um sögu Grænlendinga, og horfi gjarnan á hana frá eigin sjónarhóli. „Við lærum í skóla um þá norrænu menn sem sigldu vestur frá Íslandi fyrir meira en þúsund árum, fundu land og nefndu það Grænland,“ sagði Guðni og bætti við að snemma á síðustu öld hafi sumir Íslendingar tekið þátt í þeim sérdræga leik að reyna að kasta eign sinni á Grænland.Guðni Th. Jóhannesson fór út að skokka í Nuuk með hópi fólks.Mynd/Forsetaskrifstofan.„Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga. Öld fram af öld tókst fólki hið illmögulega, að komast af í einu harðbýlasta landi heims,“ sagði Guðni. „Þar að auki hefur menning ykkar og tungumál lifað umrót nútímans, áhrif að utan sem voru ekki alltaf til góðs. Þessi afrek mega fylla ykkur stolti, kæru gestgjafar, og fylla ykkur jafnframt krafti við að takast á við þau úrlausnarefni sem nú bíða í grænlensku samfélagi.“ Eliza Reid forsetafrú í heimsókn hjá Umboðsmanni barna á Grænlandi í gær. Eliza skoðaði einnig kvennaathvarf í Nuuk.MYND/LEIFF JOSEFSEN, SERMITSIAQ.Forsetinn sagði þjóðirnar geta unnið saman á fjölda sviða og nefndi útveg og ferðaþjónustu en einnig heilbrigðis-, mennta- og menningarmál. Saman þyrftu þær að glíma við þá loftslagsvá sem öllum mætti vera ljós, ekki síst á norðurslóðum. „Og aldrei gleyma Íslendingar þeim samhug í verki sem Grænlendingar sýndu eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir um aldarfjórðungi,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Forsetahjónin heimsækja Grænland Þá rifjaði forsetinn upp svar grænlensks gests á Íslandi þegar hann var spurður að því hvað Íslendingar gætu lært af Grænlendingum. „Gesturinn góði hugsaði sig aðeins um, minnti á að margt gerðu Íslendingar vissulega vel en það sem þeir gætu kannski lært af Grænlendingum væri að brosa meira og hlæja meira,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í lok ræðu sinnar um leið og hann bað gesti um lyfta glasi og skála fyrir bræðra- og systraþeli Íslendinga og Grænlendinga, „öflugra vinaþjóða í útnorðri“.
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Nuuk. 24. september 2019 21:48
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30