Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:48 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45