Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 20:45 Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð. Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44