Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 13:45 Snorri Magnússon er formaður Landsambands lögreglumanna. Hann treystir ekki Haraldi í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira