Enski boltinn

Liverpool að landa stærsta samningi félagsins við Nike

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberto Firmino í búningi New Balance.
Roberto Firmino í búningi New Balance. vísir/getty
Evrópumeistararnir í Liverpool eru að landa samningi við íþróttavöruframleiðandann, Nike, en fjárhags- og markaðsteymi Liverpool hefur verið í viðræðum við merkið í marga mánuði.

Nú er talið að félagið hafi komist að samkomulagi og muni því slíta samstarfinu við New Balance eftir þessa leiktíð en Liverpool hefur leikið í treyjum frá New Balance síðustu fjögur ár.

Sá samningur hljóðaði upp á 45 milljónir punda á ári en New Balance gaf frá sér tilkynningu á mánudagskvöldið þar sem þeir sögðust vera í viðræðum við Liverpool um nýjan samning.







Nike er hins vegar tali borga mun betur og með samningum fari liðið upp hlið félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Manchester United með eina stærstu samninga í heimi.

Real Madrid fær um 110 milljónir punda á ári frá Adidas á meðan Barcelona fær um 100 milljónir frá Nike en talið er að United fái í kringum 75 milljónir punda á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×