Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 16:48 Thunberg hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. Vísir/EPA Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26