Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 12:00 Drífa Snædal forseti ASÍ segir Eflingu virða kjarasamning í starfsmannadeilu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs. Kjaramál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs.
Kjaramál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira