Það var allt jafnt er þrjár mínútur voru eftir en góður endasprettur tryggði Englendingum sigur og Jones segir að það sé Sir Alex að þakka.
Fyrrum stjóri Manchester United heimsótti liðið í æfingabúðum í Bristol fyrir mótið og Skotinn hjálpaði liðinu mikið.
„Þegar þú færð frábært fólk inn þá hefur það áhrif. Eitt af því sem lið Ferguson voru þekkt fyrir var „Fergie tíminn“ og hann sagði okkur að vera þolinmóðir,“ sagði Eddie eftir leikinn í gær.
„Það var það sem ég hafði gaman að í gær. Það voru engin læti, þeir héldu áfram að spila gott rúgbí og þetta kom svo.“
Eddie Jones thanks Sir Alex Ferguson for inspiring England to win #RWC19 opener https://t.co/spZoh1uWN3pic.twitter.com/KFMY3aw5mc
— Mirror Sport (@MirrorSport) September 22, 2019
Maro Itoje, einn leikmaður landsliðsins sem heldur með Arsenal, segir að Ferguson hafi fengið hann til þess að gráta nokkrum sinnum í gegnum tíðina en hrósaði honum eftir heimsóknina.
„Hann labbaði inn í herbergið og allir gleyptu þetta í sig. Hans skilaboð til okkar voru að þegar þú kemst í gott færi geturu komist í enn betra færi til þess að skora.“