Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 23:15 Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30