Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 19:15 Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði Árborg Trúmál Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
Árborg Trúmál Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira