Enski boltinn

Albert fiskaði vítaspyrnuna sem tryggði AZ sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Guðmundsson í leiknum í dag.
Albert Guðmundsson í leiknum í dag. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði í rúmlega klukkutíma er AZ Alkmaar vann 1-0 sigur á ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta og eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Albert fiskaði er stundarfjórðungur var eftir. Úr spyrnunni skoraði Teun Koopmeiners.

AZ í 4. sætinu en Albert kom inn sem varamaður eftir 22 mínútur.







Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður er Bröndby tapaði 3-1 fyrir Esbjerg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby er í 4. sæti deildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í liði AIK á 27. mínútu er liðið tapaði 2-1 fyrir Hammarby. AIK er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Djurgården.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 3-1 sigur á Örebro. Liðið er með sjö stiga forskot á toppnum.

Anna Rakel Pétursdóttir var í tapliði er lið hennar Linköpping tapaði 1-0 fyrir Piteå. Linköping er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×