Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 13:00 Drífa Snædal forseti Así segir ASÍ vinna að leiðbeinandi reglum fyrir stéttarfélög sem verja eigi starfsólk þeirra fari það í deilur gegn þeim. ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera. Kjaramál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera.
Kjaramál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira