Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 13:00 Drífa Snædal forseti Así segir ASÍ vinna að leiðbeinandi reglum fyrir stéttarfélög sem verja eigi starfsólk þeirra fari það í deilur gegn þeim. ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera. Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera.
Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira