Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 10:34 Mótmælendur söfnuðust saman á lestarstöð í Hong Kong og skemmdu miðaskanna og eftirlitsmyndavélar. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar. Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar.
Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53