Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 13:27 Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Veðurfræðingur biðlar til almennings að fylgjast vel með veðurfréttum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn. Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn.
Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15
Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10
Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43