Lögfræðingarnir Ingvar S. Birgisson og Axel Kári Vignisson hafa gengið til liðs við Íslensku lögfræðistofuna.
Í tilkynningu segir að Ingvar sé með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.
„Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá Nordik lögfræðiþjónustu en áður var hann blaðamaður á Morgunblaðinu. Samhliða lögfræðistörfum er Ingvar formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sérsvið Ingvars eru á sviði félagaréttar, samninga- og kröfuréttar, fullnustu og skuldaskila og stjórnsýsluréttar. Unnusta Ingvars er Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau eitt barn saman.
Axel er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Síðastliðin ár hefur hann starfað hjá embætti umboðsmanns borgarbúa og sem sölumaður innan ferðaþjónustunnar. Sérsvið Axels eru á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar, stjórnsýsluréttar, samninga- og kröfuréttar, félagaréttar, fullnustu og skuldaskila. Sambýliskona Axels er Hildur Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, og eiga þau eitt barn saman.
Hjá Íslensku lögfræðistofunni starfa átta lögfræðingar.
Formaður SUS til Íslensku lögfræðistofunnar
