Sælkeri í París Steinunn Ólína skrifar 20. september 2019 08:00 Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar