Enski boltinn

Liverpool spilar á nýja HM-leikvanginum í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikvangurinn úr fjarlægð.
Leikvangurinn úr fjarlægð. vísir/getty
Liverpool mun að öllum líkindum spila á nýjum HM-leikvangi í Katar þegar liðið mætir á HM félagsliða þar í landi í desember.

FIFA hefur nú gefið það út að Liverpool mun leika fyrsta leik sinn á mótinu á 40 þúsund manna leikvangi í Doha sem ber nafnið Education City-leikvangurinn.

Liverpool mun leika undanúrslitaleikinn sinn á vellinum þann 18. desember en úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið mun fara fram á sama velli þremur dögum síðar.







Lærisveinar Jurgen Klopp munu mæta Al Sadd, Hienghene Sport of New Caledonia eða Monterrey í undanúrslitunum en Xavi er stjóri Al Sadd.

Katar notar HM félagsliða í lok ársins sem prófun á leikvanginum áður en HM fer fram á vellinum árið 2022.

Nú er völlurinn notaður á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram þar í landi um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×