Enski boltinn

Unai Emery neitar sögusögnum um tungumálaörðugleika hjá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery á æfingu Arsenal.
Emery á æfingu Arsenal. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að leikmenn Arsenal séu ekki í vandræðum með að skilja ensku hans, sem hann segir sjálfur að fái sex af tíu mögulegum.

Bukayo Saka, hinn ungi og efnilegi leikmaður Arsenal, sagði frá því á dögunum að hann nyti aðstoð Freddie Ljungberg, aðstoðarþjálfara Arsenal, til þess að þýða hvað Emery var að segja.

Þegar Emery var spurður hvort að það væri vandræði hjá Arsenal með leikmenn af þrettán þjóðernum svaraði Emery:

„Ég held ekki. Ég tala við leikmenn og þá aðallega einstaklingslega með Bukayo Saka. Ég nota Freddie til þess að taka samtölin með einstaka leikmönnum,“ sagði Emery.







„Ég tala einnig við Saka einn á skrifstofunni minni og undirbý myndbönd. Ég hef átt samtöl með enskum leikmönnum, spænskum, frönskum og þýskum.“

„Núna er enskan mín sex af tíu mögulegum. Ég held að leikmennirnir geti skilið mig. Ef ekki, þá er öll hjálp góð.“

„Á síðustu ári þá talaði ég mjög slaka ensku. Mun slakara en í dag. Núna tala ég ensku og hún er mjög betri. Sex út af tíu? Fimm, fjórir, þrír, tveir og einn hlýtur að hafa verið erfitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×