Setti hundrað þúsund manna Facebook hóp á hliðina með boði í saumaklúbb Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 23:44 Færslan sem setti allt á hliðina í Gefins, allt gefins hópnum í kvöld. Enginn verður svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar. „Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum. Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Eigum við ekki að fara að hittast? Mér finnst alveg kominn tími á saumaklúbb, Dóra María hélt síðast. Viljum við halda okkur við stafrófið eða vill einhver sjálfboðaliði hafa næsta klúbb?“ Þannig hljóðaði Facebook-færsla hjá Guðrúnu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðingi í kvöld. Síðan eru liðnir nokkrir klukkutímar og hafa yfir eitt þúsund manns skrifað athugasemd við færsluna og enn fleiri líkað við hana. Ástæðan er sú að færsla Guðrúnar fór ekki í saumaklúbbshópinn hennar á Facebook heldur í hópinn „Gefins, allt gefins!“ sem frá og með júlí í sumar hefur talið yfir 100 þúsund meðlimi. Þangað setur fólk inn færslur þegar það býður notaða hluti, yfirleitt húsgögn eða föt, án endurgjalds. Það mömmulegasta sem ég hef gert Guðrún áttaði sig fljótlega á því að færslan hefði ratað í rangan hóp. Óhætt er að segja að meðlimir „Gefins, allt gefins“ hafi haft verulega gaman af mistökunum. „OK þetta fór í vitlausan hóp :) en verður ekki bara stór saumaklúbbur á Arnarhólnum á föstudagskvöldið? Þetta er það mömmulegasta sem ég hef gert, segja krakkarnir mínir,“ skrifaði Guðrún í framhaldinu. Í framhaldinu tók einn framtakssamur sig til og ákvað að blása til saumaklúbbs á Arnarhóli laugardaginn 2. nóvember á milli klukkan 14 og 17. Sem stendur hafa 345 boðað komu sína og enn fleiri áhugasamir. Vinkonurnar skellihlæja Guðrún útskýrir í samtali við Fréttablaðið í kvöld að saumaklúbburinn hennar sé þrjátíu ára gamall en þær vinkonurnar séu allar hjúkrunarfræðingar. „Þeim finnst þetta náttúrulega drepfyndið,“ segir Guðrún um viðbrögðin í samtali við Fréttablaðið. Ýmsir hafa boðist til að mæta með veitingar í saumaklúbbinn, bjóða fram tónlistaratriði og þakka kærlega fyrir frábært boð. Það verður enginn svikinn af því að renna í gegnum athugasemdirnar við færslu Guðrúnar. Sjálf segist Guðrún að sjálfsögðu ætla að mæta ásamt vinkonum sínum úr saumaklúbbnum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira