Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:47 Hugmyndin um Kötlu-þættina hefur lengi blundað í Baltasar Kormáki. vísir/getty Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en Kötlu-hugmynd Baltasars hefur verið lengi í þróun.Í tilkynningu Netflix segir að íslenskt landslag verði fyrirferðarmikið í þáttunum. Serían byrjar einu ári eftir Kötlugos og fylgst verður með lífi bæjarbúa í „friðsæla smábænum Vík“, hverra líf hefur breyst mikið. „Þeir neyðast til að yfirgefa bæinn því jökullinn nálægt eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetningu er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar.“ Katla er sköpunarverk áðurnefns Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundi. Sigurjón, Lilja Sigurðardóttir og Davíð Már Stefánsson skrifa handritið og framleiðsla verður í höndum RVK Studios. Þættirnir verða sýndir á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður tilkynntur síðar. Haft er eftir Teshu Crawford, framkvæmdastjóra þáttagerðar eftir handriti hjá Netflix í Norður-Evrópu, að þau hjá Netflix séu spennt að sýna stórbrotið íslenskt landslag í íslenskri sögu. „Að fá líka tækifæri til að vinna með þeim mikla listamanni sem Baltasar er gerir þetta verkefni fullkomið fyrir okkur. Við bíðum spennt eftir því að sjá og heyra söguna á skjánum og geta svo sýnt áskrifendum okkar um allan heim.“Ljóst er að Katla Baltasars á sér nokkuð langan aðdraganda, þó að hugmyndin virðist hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Baltasar ræddi fyrirætlanir sínar um sjónvarpsþáttaröðina Kötlu í Íslandi í dag árið 2014 og var frumsýningardagur þá fyrirhugaður árið 2016, í samvinnu við Stöð 2 og RVK Studios. Þáttunum var lýst sem „spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum.“Árið 2017 sagði Baltasar í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þættirnir væru komnir langt og að búið væri að skrifa fyrsta þáttinn. Þá sagði hann þættina myndu „daðra við sci-fi“. Í síðasta mánuði tilkynnti Baltasar svo loks að Netflix hefði pantað vísindaskáldsöguþáttaröð úr smiðju hans. Nafn seríunnar var ekki gefið upp en fram kom í máli Baltasars að tökur ættu að hefjast í apríl á næsta ári. Reiknað væri með að þáttaröðin færi í sýningar á fyrsta ársfjórðungi 2021. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Netflix pantar íslenska vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvikmyndaþorpinu Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. 26. september 2019 20:11 Ísland í dag - Verður stærsta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi RVK Studios, Baltasar Kormákur og Stöð 2 framleiða nýju sjónvarpsþáttaröðina Katla. 25. nóvember 2014 19:48 Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Stórmynd sem Baltasar átti að leikstýra í uppnámi vegna ásakana í garð handritshöfundar Ásakanir í garð handritshöfundarins Max Landis hafa komist í sviðsljósið eftir að átta konur stigu fram og sögðu hann hafa misnotað sig. 19. júní 2019 11:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en Kötlu-hugmynd Baltasars hefur verið lengi í þróun.Í tilkynningu Netflix segir að íslenskt landslag verði fyrirferðarmikið í þáttunum. Serían byrjar einu ári eftir Kötlugos og fylgst verður með lífi bæjarbúa í „friðsæla smábænum Vík“, hverra líf hefur breyst mikið. „Þeir neyðast til að yfirgefa bæinn því jökullinn nálægt eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetningu er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar.“ Katla er sköpunarverk áðurnefns Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundi. Sigurjón, Lilja Sigurðardóttir og Davíð Már Stefánsson skrifa handritið og framleiðsla verður í höndum RVK Studios. Þættirnir verða sýndir á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður tilkynntur síðar. Haft er eftir Teshu Crawford, framkvæmdastjóra þáttagerðar eftir handriti hjá Netflix í Norður-Evrópu, að þau hjá Netflix séu spennt að sýna stórbrotið íslenskt landslag í íslenskri sögu. „Að fá líka tækifæri til að vinna með þeim mikla listamanni sem Baltasar er gerir þetta verkefni fullkomið fyrir okkur. Við bíðum spennt eftir því að sjá og heyra söguna á skjánum og geta svo sýnt áskrifendum okkar um allan heim.“Ljóst er að Katla Baltasars á sér nokkuð langan aðdraganda, þó að hugmyndin virðist hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Baltasar ræddi fyrirætlanir sínar um sjónvarpsþáttaröðina Kötlu í Íslandi í dag árið 2014 og var frumsýningardagur þá fyrirhugaður árið 2016, í samvinnu við Stöð 2 og RVK Studios. Þáttunum var lýst sem „spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum.“Árið 2017 sagði Baltasar í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þættirnir væru komnir langt og að búið væri að skrifa fyrsta þáttinn. Þá sagði hann þættina myndu „daðra við sci-fi“. Í síðasta mánuði tilkynnti Baltasar svo loks að Netflix hefði pantað vísindaskáldsöguþáttaröð úr smiðju hans. Nafn seríunnar var ekki gefið upp en fram kom í máli Baltasars að tökur ættu að hefjast í apríl á næsta ári. Reiknað væri með að þáttaröðin færi í sýningar á fyrsta ársfjórðungi 2021.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Netflix pantar íslenska vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvikmyndaþorpinu Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. 26. september 2019 20:11 Ísland í dag - Verður stærsta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi RVK Studios, Baltasar Kormákur og Stöð 2 framleiða nýju sjónvarpsþáttaröðina Katla. 25. nóvember 2014 19:48 Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15 Stórmynd sem Baltasar átti að leikstýra í uppnámi vegna ásakana í garð handritshöfundar Ásakanir í garð handritshöfundarins Max Landis hafa komist í sviðsljósið eftir að átta konur stigu fram og sögðu hann hafa misnotað sig. 19. júní 2019 11:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix pantar íslenska vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvikmyndaþorpinu Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. 26. september 2019 20:11
Ísland í dag - Verður stærsta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi RVK Studios, Baltasar Kormákur og Stöð 2 framleiða nýju sjónvarpsþáttaröðina Katla. 25. nóvember 2014 19:48
Baltasar langt kominn með Kötlu-þættina og lítur á óróann í eldstöðinni sem "teaser“ Baltasar Kormákur og Páll Einarsson ræddu um væntanlega Kötlu þætti þess fyrrnefnda og mögulegt hlutverk Páls í þáttunum. 23. febrúar 2017 21:15
Stórmynd sem Baltasar átti að leikstýra í uppnámi vegna ásakana í garð handritshöfundar Ásakanir í garð handritshöfundarins Max Landis hafa komist í sviðsljósið eftir að átta konur stigu fram og sögðu hann hafa misnotað sig. 19. júní 2019 11:10