Bankarnir boða breytingar á vöxtum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 13:03 Stóru bankarnir þrír hafa 98 prósent hlutdeild hér á landi þegar kemur að bankastarfsemi. Vísir Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír bjóða um 100 prósent hærri vexti á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum en þrír lífeyrissjóðir hér á landi. Þá eru slíkir vextir frá 18 prósent til 60 prósent lægri í sjö öðrum lífeyrissjóðum en vextir í bönkunum. Von er á nýrri vaxtaákvörðun hjá Íslandsbanka og Landbanka á næstu dögum. Arion banki kannar málið. Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is. Athygli vekur að þegar vextir á verðtryggðum breytilegum húsnæðislánum eru skoðaðir að lífeyrisjóðirnir bjóða allt að 50 prósent lægri vextir en bankarnir. Slík lán geta breyst út lánstímann en þegar lán eru tekin með föstum vöxtum þá breytast þeir ekki á lánstímanum.Af vefsíðunni Herborg.is.Vilhjálmur Bjarnason varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna benti fólki á að skipta frekar við lífeyrissjóði en banka í fréttum okkar í gær. „Bankarnir eru með t.d. 100 hærri vexti en til dæmis lífeyrissjóðirnir. Ef fólk vill „verðlauna“ einhvern annan sem er að gera eitthvað rétt þá eru það lífeyrissjóðirnir í dag. Miðað við að bankarnir eru með 100 prósent hærri vexti. Þannig að ég hvet alla, ef þið þurfið að endurfjármagna eða kaupa eign, að fara í lífeyrissjóðinn.“Rætt var við ráðherra og Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í gær.Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í síðustu viku og hefur vaxtaákvörðunin venjulega bein áhrif á óverðtryggða vexti. Viðskipabankarnir þrír hafa hins vegar ekki enn þá brugðist við vaxtaákvörðuninni. Fréttastofa sendi fyrirspurn á bankana í morgun hver viðbrögð þeirra væru við þessari ábendingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna og hvort bankarnir hyggist lækka vexti eftir strýivaxtalækkunina. Í svari frá bönknum kom fram að bankaskattur og ýmis gjöld skekki samkeppnisstöðu banka við lífeyrissjóði. Íslandsbanki kannar vaxtamálin þessa dagana og vænta má frekari upplýsinga þaðan næstu daga. Landsbankinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans en von er á vaxtaákvörðun fljótlega. Arion banki er að fara yfir viðbögð við síðustu stýrivaxtalækkun og segir að almennt hafi vextir lækkað í kjölfar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira