Enski boltinn

Keown gagnrýnir Aubameyang: Gott að hann skori mörk en hann þarf að leggja meira á sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang í leiknum um helgina.
Aubameyang í leiknum um helgina. vísir/getty
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og nú spekingur hjá Sky Sports, segir að Pierre-Emerick Aubameyang þurfi að leggja meira á sig en hann gerði í 1-0 sigrinum á Bournemouth.

David Luiz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í leiknum um helgina og tryggði því Skyttunum stigin þrjú en Aubameyang hreyfði sig ekki nægilega mikið að mati Keown.

Hann var heldur ekki ánægur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleik. Hann sagði að gestirnir frá Bournemouth hefðu fengið of mikið pláss og það hefði að hluta til verið vegna Aubameyang.

„Gefum þeim hrós því þetta hefur verið erfið vika fyrir Arsenal. Mér fannst þeir pressa vel og það var ákefð í leik þeirra. Það er ekki bara spilið með boltann heldur einnig án hans,“ sagði Keown.







„Þeir byrjuðu leikinn mjög vel og allir voru að leggja hart að sér en í síðari hálfleik virtust þeir slökkva á sér. Aubameyang... sko, þú ert að skora mörk en þú verður að leggja meira á þig.“

„Ég veit að það er erfitt en þú getur ekki skilið þetta svæði eftir. Saka þarf einnig að bæta sig, þeir taka ekki nægilega mikið þátt og svo er aftasta línan of aftarlega.“

Arsenal er eftir sigurinn um helgina komið upp í 3. sætið, einungis stigi á eftir ensku meisturunum í Manchester City.

Fyrsti leikur Arsenal eftir landsleikjahlé er gegn Sheffield United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×