Yfirvöld í Katar rannsaka ekki dauðsföll hundruð erlendra verkamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 21:13 Suður-asískir verkamenn í Katar. getty/Jason Larkin Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“ Indland Katar Nepal Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“
Indland Katar Nepal Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira