Vænir sjóbirtingar í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2019 08:24 Þessi fallegi sjóbirtingur veiddist í Leirá í gær. Mynd: Iceland Outfitters FB Það er nú ekki alltaf þannig að það þurfi að fara langt eða í vatnsmiklar ár til að setja í stóra sjóbirtinga. Ein af þessum litlu perlum sem á oft sinn besta tíma á haustinn er Leirá í Leirársveit en þessi netta á sem oft verður ansi vatnslítil á sumrin er oftar en ekki í góðu vatni á haustinn og þá er veiðin í henni líka oft með besta móti. Á þessum tíma er að finna í ánni lax, staðbundin silung og síðast en ekki síst stíra sjóbirtinga. Þetta er nefnilega ansi skemmtileg á að veiða og þá sérstaklega fyrir þá sem kunna þá list að koma að veiðistöðum án þess að fiskurinn verði þeirra var. Þarna er gott að vera með stangir fyrir línu 4-6, flotlínu og litlar straumflugur eða púpu. Það eru nokkrar þrælskemmtilegir veiðistaðir sem halda oft nokkuð af fiski en til að vel gangi þarf að koma varlega að þessum veiðistöðum og oft er gott að hvíla þá til dæmis í klukkutíma á milli þess sem fiskur er tekinn en það þarf ekki alltaf að vera þannig. Veiði líkur í Leirá þann 10. okt svo það er ennþá möguleiki fyrir þá sem eru ekki alveg búnir að klára veiðigleðina á þessu ári að skella sér í einn dag. Það eru Iceland Outfitters sem selja í Leirá. Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði
Það er nú ekki alltaf þannig að það þurfi að fara langt eða í vatnsmiklar ár til að setja í stóra sjóbirtinga. Ein af þessum litlu perlum sem á oft sinn besta tíma á haustinn er Leirá í Leirársveit en þessi netta á sem oft verður ansi vatnslítil á sumrin er oftar en ekki í góðu vatni á haustinn og þá er veiðin í henni líka oft með besta móti. Á þessum tíma er að finna í ánni lax, staðbundin silung og síðast en ekki síst stíra sjóbirtinga. Þetta er nefnilega ansi skemmtileg á að veiða og þá sérstaklega fyrir þá sem kunna þá list að koma að veiðistöðum án þess að fiskurinn verði þeirra var. Þarna er gott að vera með stangir fyrir línu 4-6, flotlínu og litlar straumflugur eða púpu. Það eru nokkrar þrælskemmtilegir veiðistaðir sem halda oft nokkuð af fiski en til að vel gangi þarf að koma varlega að þessum veiðistöðum og oft er gott að hvíla þá til dæmis í klukkutíma á milli þess sem fiskur er tekinn en það þarf ekki alltaf að vera þannig. Veiði líkur í Leirá þann 10. okt svo það er ennþá möguleiki fyrir þá sem eru ekki alveg búnir að klára veiðigleðina á þessu ári að skella sér í einn dag. Það eru Iceland Outfitters sem selja í Leirá.
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Kröfurnar miklar eftir góðærið Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði