Enski boltinn

Kemur Solskjær til varnar: „Minni á hvað það tók langan tíma fyrir Ferguson að búa til sigurlið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peter ásamt syni sínum Kasper.
Peter ásamt syni sínum Kasper. vísir/getty
Vandræði Manchester United halda áfram í enska boltanum en í gær tapaði liðið 1-0 fyrir Newcastle United á útivelli.

Newcastle var í fallsæti fyrir leikinn í gær en Man. Utd var ekki ógnandi í leiknum í gær. Fyrr í vikunni gerði liðið svo markalaust jafntefli við AZ Alkmaar á útivelli.

Margir hafa kallað eftir því að nú eigi að sparka knattspyrnustjóranum, Ole Gunnar Solskjær, en Peter Schmeichel, fyrrum markvörður félagsins, óskar eftir því að fólk slaki á.

„Áður en við verðum öll brjáluð um það sem þurfi að gera og höldum áfram að segja hversu slakt þetta var, ættum við að minna okkur á hversu langan tíma það tók fyrir SAF að búa til sigurlið,“ sagði Schmeichel.







Schmeichel bætti svo við að lokum:

„Að byggja upp velgengni tekur tíma!“ sagði Daninn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×