Enski boltinn

Eldræða Gary Neville um forráðamenn Man. Utd: „Þeir eru ábyrgir fyrir þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville var allt annað en sáttur í gær.
Gary Neville var allt annað en sáttur í gær. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, lét allt flakka er hann ræddi um stöðuna hjá sínum fyrrum félagi, Manchester United, sem tapaði 1-0 fyrir Newcastle í gær.

Staða Man. Utd er ekki góð en liðið hefur ekki unnið útileik síðan þeir unnu sigur á PSG í Meistaradeildinni í marsmánuði.

Liðið hefur ekki byrjað verr í 30 ár en Gary Neville segir að það séu ákveðnir menn sem eru ábyrgir fyrir þessu. Það séu stjórnarmenn félagsins.

„Þeir hafa búið þetta til í mörg ár. Þeir eru ábyrgir fyrir þessu. Slök endurnýjun, slök ráðning á stjórum. Þeir styðja þá en henda þeim síðan bara í burtu,“ sagði Neville.

„Van Gaal vann enska bikarinn og þeir ráku hann. Þeir ráku Jose Mourinho eftir tvö og hálft ár en sex mánuðum áður höfðu þeir gefið honum nýjan samning.“







„Þeir hafa farið úr mismunandi stílum af þjálfurum; frá Louis van Gaal til Jose Mourinho. Nú tóku þeir allt aðra stefnu með Ole Gunnar Solskjær.“

„Ef þú sem stjórn skiptir um stefnu á tveggja ára fresti og eyðir 250 milljónum í hvern þjálfara þá lendiru í vandræðum. Man. Utd er að lenda í vandræðum núna sem þeir eiga skilið vegna lélegra ákvarðana stjórnar félagsins,“ sagði foxillur Neville.

Manchester United fer inn í landsleikjahléið í 12. sæti deildarinnar en liðið er einungis tveimur stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Solskjær: Verðum að vinna í hugarfarinu

Ole Gunnar Solskjær segist þurfa að vinna í hugarfari leikmanna Manchester United eftir tapið fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×