Væri hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að heimila innflutning á móteitri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 20:30 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira