Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 18:15 "Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar.“ Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05. Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05.
Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15
Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30