Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 18:15 "Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar.“ Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05. Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05.
Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15
Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30