Enski boltinn

Klopp ósáttur við tæklingu Choudhury: „Þarf bara tvö augu til þess að sjá að þetta getur valdið meiðslum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tæklingin umdeilda.
Tæklingin umdeilda. vísir/getty
Klopp ósáttur við tæklingu Choudhury: „Þarf bara tvö augu til þess að sjá að þetta getur valdið meiðslum“

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki parsáttur með tæklingu hins unga miðjumanns Leicester, Hamza Choudhury, í leik liðanna í gær.

Choudhury fékk að líta gula spjaldið fyrir groddalega tæklingu á Mo Salah á 88. mínútu en Liverpool vann leikinn 2-1 með marki úr vítaspyrnu á 95. mínútu.

„Þetta er návígi sem ég skil ekki. Hvernig getur hann gert þetta þegar boltinn er svona langt í burtu?“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær.







„Leikmaðurinn er á fullum spretti bara til þess að taka hann niður án þess að boltinn sé í kringum hann. Fyrir mér er bara eitt spjald á það. Þetta er svo hættulegt.“

„Ég vil ekki valda unga stráknum vandræðum. Hann er góður leikmaður en svona návígi. Nei. Ég þarf bara tvö augu til þess að sjá að þetta getur valdið meiðslum,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×