Vandræði Everton halda áfram | Aston Villa skoraði fimm mörk Anton Ingi Leifsson skrifar 5. október 2019 15:45 Gylfi horfir á eftir aukaspyrnu sinni. vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson og félagar unnu góðan 1-0 sigur á Everton er liðin mættust í Íslendingaslag í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 72. mínútu er Jeff Hendrick skoraði. Stundarfjórðungi áður fékk Seamus Coleman rautt spjald eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Gylfi Sigurðsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Everton er eftir tapið í 17. sæti deildarinnar með einungis sjö stig eftir átta leiki og ljóst að pressan er orðin ansi mikil á Marco Silva. Burnley er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar með tólf stig. Leikmenn Aston Villa voru í stuði en Villa vann 5-1 sigur í nýliðaslag gegn Norwich. Staðan var 5-0 eftir 83 mínútur en mörk Villa skoruðu Wesley (tvö mörk), Jack Grealish, Conor Hourihane og Douglas Luiz. Josip Drmic minnkaði muninn fyrir Norwich skömmu fyrir leikslok en lokatölur 5-1. Watford á botni deildarinnar með þrjú stig en Villa í 14. sætinu með átta stig. Sheffield United og Crystal Palace gerðu svo markalaust jafntefli. Sheffield í 12. sætinu en Palace í því tíunda. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar unnu góðan 1-0 sigur á Everton er liðin mættust í Íslendingaslag í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 72. mínútu er Jeff Hendrick skoraði. Stundarfjórðungi áður fékk Seamus Coleman rautt spjald eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Gylfi Sigurðsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Everton er eftir tapið í 17. sæti deildarinnar með einungis sjö stig eftir átta leiki og ljóst að pressan er orðin ansi mikil á Marco Silva. Burnley er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar með tólf stig. Leikmenn Aston Villa voru í stuði en Villa vann 5-1 sigur í nýliðaslag gegn Norwich. Staðan var 5-0 eftir 83 mínútur en mörk Villa skoruðu Wesley (tvö mörk), Jack Grealish, Conor Hourihane og Douglas Luiz. Josip Drmic minnkaði muninn fyrir Norwich skömmu fyrir leikslok en lokatölur 5-1. Watford á botni deildarinnar með þrjú stig en Villa í 14. sætinu með átta stig. Sheffield United og Crystal Palace gerðu svo markalaust jafntefli. Sheffield í 12. sætinu en Palace í því tíunda.