Annar skellur Tottenham í vikunni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. október 2019 13:30 Harry Kane svekkir sig í leiknum í dag. vísir/getty Vandræði Tottenham heldur áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Bighton á útivelli. Í vikunni töpuðu Tottenham 7-2 fyrir Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Eftir einungis þrjár mínútur komust heimamenn í Brighton yfir. Neal Maupay skoraði þá eftir hörmuleg mistök er hann missti boltann út í teiginn eftir fyrirgjöf Pascal Gross. Lloris meiddist einnig í atvikinu og Paulo Gazzaniga þurfti að koma í markið fyrir Frakkann sem var borinn út af á börum.17 - Tottenham have lost more games in all competitions in 2019 than any other English top-flight side, now losing (17) as many games as they've won (17) this calendar year. Slump. pic.twitter.com/lWzqYjeugV — OptaJoe (@OptaJoe) October 5, 2019 Á 32. mínútu tvöfölduðu heimamenn forystuna er Aaron Connolly skoraði en hann skoraði með sínu öðru skoti eftir að Gazzaniga hafði varið vel frá honum í fyrra skoti Connolly. Connolly skoraði annað mark sitt og þriðja mark Brighton á 65. mínútu er hann lék á varnarmenn Tottenham og kláraði færið vel. Lokatölur 3-0.Brighton secure their first #PL victory over Spurs thanks to Aaron Connolly's brace #BHATOTpic.twitter.com/v3odW145BI — Premier League (@premierleague) October 5, 2019 Mikill vandræðagangur á Tottenham sem er með ellefu stig eftir átta leiki en liðið er í 6. sæti deildarinnar. Brighton er í 12. sætinu með níu stig eftir sigurinn öfluga í dag. Enski boltinn
Vandræði Tottenham heldur áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Bighton á útivelli. Í vikunni töpuðu Tottenham 7-2 fyrir Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Eftir einungis þrjár mínútur komust heimamenn í Brighton yfir. Neal Maupay skoraði þá eftir hörmuleg mistök er hann missti boltann út í teiginn eftir fyrirgjöf Pascal Gross. Lloris meiddist einnig í atvikinu og Paulo Gazzaniga þurfti að koma í markið fyrir Frakkann sem var borinn út af á börum.17 - Tottenham have lost more games in all competitions in 2019 than any other English top-flight side, now losing (17) as many games as they've won (17) this calendar year. Slump. pic.twitter.com/lWzqYjeugV — OptaJoe (@OptaJoe) October 5, 2019 Á 32. mínútu tvöfölduðu heimamenn forystuna er Aaron Connolly skoraði en hann skoraði með sínu öðru skoti eftir að Gazzaniga hafði varið vel frá honum í fyrra skoti Connolly. Connolly skoraði annað mark sitt og þriðja mark Brighton á 65. mínútu er hann lék á varnarmenn Tottenham og kláraði færið vel. Lokatölur 3-0.Brighton secure their first #PL victory over Spurs thanks to Aaron Connolly's brace #BHATOTpic.twitter.com/v3odW145BI — Premier League (@premierleague) October 5, 2019 Mikill vandræðagangur á Tottenham sem er með ellefu stig eftir átta leiki en liðið er í 6. sæti deildarinnar. Brighton er í 12. sætinu með níu stig eftir sigurinn öfluga í dag.