Enski boltinn

Kallaði framkvæmdarstjóra Dortmund trúð: Betra fyrir hann að ég segi ekki hvers vegna ég fór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, lét allt flakka á Twitter í gær eftir að framkvæmdarstjóri Dortmund sagði að hann hafi farið til Arsenal peninganna vegna.

Hans-Joachhim Watzke, framkvæmdarstjóri Dortmund, sagði í viðtali eftir leik Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni að Aubameyang yrði glaður þegar hann kíkti á bankareikninginn.

Hann hafi yfirgefið Dortmund sem var í Meistaradeildinni en farið til félags sem er í Evrópudeildinni. Watzke bætti við að hann yrði vonsvikinn er hann horfði á Meistaradeildina í sjónvarpinu.

Aubameyang var ekki lengi að svara fyrrum framkvæmdarstjóra sínum og setti hann færslu á Twitter í gær.

„Það er betra fyrir þig að ég tali ekki um hvers vegna ég fór frá Dortmund Mr. Watzke, trúðurinn þinn,“ skrifaði Aubameyang áður en hann snéri sér að Ousmane Dembele sem var seldur frá Dortmund til Barcelona árið 2017.







„Ég man eftir því að þú sagðist aldrei ætla að selja Ousmane en svo sástu meira en 100 milljónir. Þú varst fyrstur til að segja já við því. Ekki tala um peninga við mig. Láttu mig í friði.“

Aubameyang hefur skorað 49 mörk frá því að hann kom til Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×