Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2019 19:15 Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við. Hong Kong Kína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við.
Hong Kong Kína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira