Enski boltinn

„Vissi að við þyrftum að bæta okkur en nú vita það líklega allir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp var glaður í bragði í gær.
Jurgen Klopp var glaður í bragði í gær. vísir/getty
Það var létt yfir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir að liðið slapp með skrekkinn gegn Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Liverpool komst í 3-0 í fyrri hálfleik en gestirnir komu til baka og jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks. Egyptinn Mo Salah tryggði svo Liverpool sigurinn og lokatölur 4-3.

„Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru einn besti fótbolti sem við höfum sýnt á móti liðið sem er vel skipulagt með klár einkenni. Við gerðum allt sem þeim líkar ekki við á góðum hraða, skoruðum þrjú mörk og áttu að skora fleiri,“ sagði Klopp.

„Þeir breyttu kerfinu og við breyttum okkar nálgun af einhverjum ástæðum. Sumir vildu stýra leiknum, sumir vildu sækja og staðsetningarnar voru ekki góðar.“





„Þetta var mikilvæg kennslustund fyrir okkur í kvöld (innsk. blm. í gærkvöldi) en ég kýs að læra frá þessum leik því ef við hefðum tapað 4-3 þá hefði það verið sama kennslan.“

„Við unnum 4-3, fengin stigin þrjú og fengum helling að læra af svo ég er fínn. Ég vissi það fyrir leikinn að við þyrftum að bæta okkur en núna vita það líklega allir,“ sagði sá þýski.


Tengdar fréttir

Liverpool ekki hent úr deildarbikarnum

Liverpool slapp með sekt í refsingu fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik sínum í enska deildarbikarnum við MK Dons í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×