Enski boltinn

Allegri byrjaður að læra ensku og er áhugasamur um Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Massimiliano Allegri stýrði síðast Juventus.
Massimiliano Allegri stýrði síðast Juventus. vísir/getty
Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus á Ítalíu, er byrjaður að læra ensku en Ítalinn vill næst starfa í ensku úrvalsdeildinni.

Guardian greinir frá þessu í dag en Allegri er sagður horfa hýru auga til Manchester United en pressan er orðin mikil á Ole Gunnar Solskjær, stjóra Man. Utd.

Allegri er án starfs eftir að samningur hans var ekki framlengdur við Juventus í sumar en hann hafði unnið ítölsku úrvalsdeildina fimm tímabil í röð.







Samkvæmt heimildum Guardian er Allegri sagður vilja starfa á Englandi og þá helst Man. Utd en byrjun þeirra á tímabilinu hefur ekki verið góð. Þetta er versta byrjun United í 30 ár.

United er enn talið hafa trú á Norðmanninum sem skrifaði undir þriggja ára samning í mars en Allegri er talinn á þriggja manna óskalista fari allt á versta veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×