Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 11:45 Hópurinn sem Íslendingurinn leggur nafn sitt við heldur því fram að jákvætt sé að losa enn meira af gróðurhúsalofttegundunum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni en áður. Vísir/Getty Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Íslenskur heiðursprófessor í hagfræði er á meðal fimm hundruð manns sem leggja nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Margir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna tengjast iðnaði, námuvinnslu og hugveitum sem afneita þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Yfirlýsing hóps sem nefnir sig CLINTEL var send á Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið í aðdraganda loftslagsráðstefnu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York í síðustu viku. Í yfirlýsingunni, sem ber yfirskriftina „Það er ekkert loftslagsneyðarástand“, fullyrðir hópurinn að það sé „ímyndun“ að það hafi kosti í för með sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þvert á móti talar hópurinn fyrir því að gott sé að auka losunina enn frekar þó að vísindamenn segi að haldi losun áfram óbreytt gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum áhrifum á lífríki jarðar og samfélög manna. Farið er frjálslega með staðreyndir í yfirlýsingunni um þekkingu manna á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og áreiðanleika loftslagslíkana. Þar eru settar fram löngu hraktar fullyrðingar sem andmælendur loftslagsvísinda hafa borið fram um árabil og stangast á við þekkingu vísindamanna og stofnana um allan heim. Þar er meðal annars fullyrt að hlýnun sé mun minni en „upphaflega var spáð“ og að loftslagslíkön séu óáreiðanleg. Þvert á móti hafa loftslagslíkön verið í góðu samræmi við mælda hlýnun.Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus í hagfræði.Kirkjufell notað í kynningarefninu Fæstir þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa nokkra sérþekkingu á loftslagsvísindum. Í mörgum tilfellum er um að ræða verkfræðinga, hagfræðinga og prófessora á eftirlaunum. The Guardian segir að námuverkfræðingar og viðskiptamenn séu einnig í hópnum auk stjórnenda hugveitna sem þræta fyrir loftslagsvísindi og þrýsta á um afnám reglugerða, þar á meðal Heartland-hugveitunnar bandarísku. Þannig er íslenski fræðimaðurinn sem leggur nafn sitt við yfirlýsinguna ekki með sérþekkingu á loftslagsvísindum. Rögnvaldur Hannesson er prófessor emirítus við Hagfræðiskóla Noregs. Í tilkynningu á vef Háskólans á Akureyri frá því að Rögnvaldur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í janúar kemur fram að hann sé auðlindahagfræðingur sem hafi kennt fiskihagfræðingi við sjávarútvegsdeild skólans. Á vefsíðu norska skólans kemur fram að hann sérhæfi sig meðal annars í „olíuhagfræði“. Athygli vekur að í yfirlýsingunni má finna mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. The Guardian í Ástralíu segir enn frekar að CLINTEL-hópurinn sé að miklu leyti skipaður sama fólki og skipuleggjendum og hópur sem skaut upp kollinum gegn loftslagsvísindum í kjölfar Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sá hópur hafi einnig haldið því fram að gott væri að losa meira af gróðurhúsalofttegundum.Vefsíðan DeSmog, sem fjallar um loftslagsvísindaafneitun, fjallaði um aðdraganda yfirlýsingar CLINTEL í byrjun september. CLINTEL sjálft hafi verið stofnað í apríl af hollenska verkfræðingnum Guus Berkhout sem starfaði áður fyrir olíurisann Shell og fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Aðeins örfáir þeirra sem hafi skrifað undir yfirlýsingu hópsins hafi bakgrunn í loftslagsvísindum, aðrir vinni við skriftir eða séu verkfræðingar eða jarðfræðingar með enga bein sérþekkingu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30