Eliza Reid í New York Times: „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns“ Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 18:35 Forsetahjónin á góðri stundu. Vísir/Vilhelm Endurskoða þarf viðhorf og væntingar til maka ráðamanna sem eru í flestum tilfellum konur. Þetta skrifar Eliza Reid, forsetafrú Íslands, í aðsendri grein sem birtist í bandaríska blaðinu New York Times í dag. „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ skrifar Eliza sem telur telur hlutverk maka ráðamanna skrýtið og óskilgreint enn í dag. Forsetafrúin leggur út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, birti af nokkrum eiginkonum þjóðarleiðtoga á G7-ráðstefnunni í Frakklandi í sumar. Lýsti Tusk myndinni sem „Ljósu hlið Máttarins“ og vísaði þar til Stjörnustríðssagnabálksins. Eliza segist hafa fengið aulahroll yfir myndinni. Dapurlegt sé að sjá sjálfsstæðar og gáfaðar konur smættaðar niður í leikmuni sem hafi það eitt hlutverk að styðja stjórnmálastefnu eiginmanna sinna. Spyr forsetafrúin sig hvort að hún eigi þátt í að viðhalda staðalmyndum um að konur séu mýkri hlið valds eiginmanna sinna þegar hún ferðast með Guðna Th. Jóhannesssyni, forseta.Eimir eftir að gömlum viðhorfum Segist Eliza hafa glímt við þverstæður hlutverks forsetafrúar frá því að Guðni var kjörinn forseti árið 2016. Það hafi gefið henni tækifæri til að láta rödd sína heyrast, vekja athygli á málefnum sem hún telur mikilvæg, hitta áhrifamikið fólk og eiga ógleymanlegar upplifanir um allan heim. „Engu að síður, jafnvel á framsækna Íslandi og sannarlega erlendis, eimir enn eftir úreltum ályktunum um hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að hegða mér sem eru í besta falli óþægilegar og í versta falli hreinlega andstyggilegar fyrir femínískt eðli mitt,“ skrifar forsetafrúin. Hún telji það heiður og forréttindi að þjóna landinu þar sem hún settist að. Engu að síður gremst henni þegar gert er ráð fyrir nærveru hennar í stað þess að beðið sér um hana. „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann rýkur út um dyrnar og er þögul til sýnis við hlið hans þegar hann kemur opinberlega fram,“ skrifar Eliza. Henni þyki óþægilegt þegar ókunnugir segi hann hvernig hún eigi að klæða sig, greiðar sér og hver hugsi um fjögur börn þeirra Guðna í þau fáu skipti sem hún ferðast ein sem forsetafrú. Í þau fáu skipti sem hún sé spurð út í starfsferil sé það alltaf í þátíð þrátt fyrir að hún hafi haldið áfram að vinna að miklu leyti eftir að hún varð forsetafrú. „Eitt og sér eru þetta ómerkilegir útúrdúrar en stundum getur tilfinning verið eins og sjálfsmynd mín sé bæld með þúsund pappírsskurðum. Mér finnst stundum erfitt að aðalgast þeim raunveruleika að oftast sér fólk mig sem forsetafrú frekar en mig sjálfa,“ skrifar hún.Meðvituð um forréttindastöðu sína Aðrar eiginkonur þjóðhöfðingja kannast við þessar tilfinningar, að sögn Elizu. Hún segist engu að síður meðvituð um að hún sé í þeirri forréttindastöðu að taka þátt í að móta umræðuna um jafnrétti kynjanna í krafti þess sem eiginmaður hennar hefur áorkað. „En svo lengi sem samfélagið þarf áfram á návist fólks eins og mín að halda, ókjörinna maka sem fá ekki greitt, sem einhvers konar nauðsynlegrar gluggauppstillingar fyrir þjóðmálin ber okkur skylda til að endurskoða væntingar okkar og fordóma um þetta fylgdarfólk sem er of oft konur,“ skrifar Eliza. „Ég er gríðarlega stolt af eiginmanni mínum og afrekum hans en enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ segir forsetafrúin. Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Endurskoða þarf viðhorf og væntingar til maka ráðamanna sem eru í flestum tilfellum konur. Þetta skrifar Eliza Reid, forsetafrú Íslands, í aðsendri grein sem birtist í bandaríska blaðinu New York Times í dag. „Enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ skrifar Eliza sem telur telur hlutverk maka ráðamanna skrýtið og óskilgreint enn í dag. Forsetafrúin leggur út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, birti af nokkrum eiginkonum þjóðarleiðtoga á G7-ráðstefnunni í Frakklandi í sumar. Lýsti Tusk myndinni sem „Ljósu hlið Máttarins“ og vísaði þar til Stjörnustríðssagnabálksins. Eliza segist hafa fengið aulahroll yfir myndinni. Dapurlegt sé að sjá sjálfsstæðar og gáfaðar konur smættaðar niður í leikmuni sem hafi það eitt hlutverk að styðja stjórnmálastefnu eiginmanna sinna. Spyr forsetafrúin sig hvort að hún eigi þátt í að viðhalda staðalmyndum um að konur séu mýkri hlið valds eiginmanna sinna þegar hún ferðast með Guðna Th. Jóhannesssyni, forseta.Eimir eftir að gömlum viðhorfum Segist Eliza hafa glímt við þverstæður hlutverks forsetafrúar frá því að Guðni var kjörinn forseti árið 2016. Það hafi gefið henni tækifæri til að láta rödd sína heyrast, vekja athygli á málefnum sem hún telur mikilvæg, hitta áhrifamikið fólk og eiga ógleymanlegar upplifanir um allan heim. „Engu að síður, jafnvel á framsækna Íslandi og sannarlega erlendis, eimir enn eftir úreltum ályktunum um hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að hegða mér sem eru í besta falli óþægilegar og í versta falli hreinlega andstyggilegar fyrir femínískt eðli mitt,“ skrifar forsetafrúin. Hún telji það heiður og forréttindi að þjóna landinu þar sem hún settist að. Engu að síður gremst henni þegar gert er ráð fyrir nærveru hennar í stað þess að beðið sér um hana. „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann rýkur út um dyrnar og er þögul til sýnis við hlið hans þegar hann kemur opinberlega fram,“ skrifar Eliza. Henni þyki óþægilegt þegar ókunnugir segi hann hvernig hún eigi að klæða sig, greiðar sér og hver hugsi um fjögur börn þeirra Guðna í þau fáu skipti sem hún ferðast ein sem forsetafrú. Í þau fáu skipti sem hún sé spurð út í starfsferil sé það alltaf í þátíð þrátt fyrir að hún hafi haldið áfram að vinna að miklu leyti eftir að hún varð forsetafrú. „Eitt og sér eru þetta ómerkilegir útúrdúrar en stundum getur tilfinning verið eins og sjálfsmynd mín sé bæld með þúsund pappírsskurðum. Mér finnst stundum erfitt að aðalgast þeim raunveruleika að oftast sér fólk mig sem forsetafrú frekar en mig sjálfa,“ skrifar hún.Meðvituð um forréttindastöðu sína Aðrar eiginkonur þjóðhöfðingja kannast við þessar tilfinningar, að sögn Elizu. Hún segist engu að síður meðvituð um að hún sé í þeirri forréttindastöðu að taka þátt í að móta umræðuna um jafnrétti kynjanna í krafti þess sem eiginmaður hennar hefur áorkað. „En svo lengi sem samfélagið þarf áfram á návist fólks eins og mín að halda, ókjörinna maka sem fá ekki greitt, sem einhvers konar nauðsynlegrar gluggauppstillingar fyrir þjóðmálin ber okkur skylda til að endurskoða væntingar okkar og fordóma um þetta fylgdarfólk sem er of oft konur,“ skrifar Eliza. „Ég er gríðarlega stolt af eiginmanni mínum og afrekum hans en enginn vill vera dæmdur sem fylgihlutur maka síns,“ segir forsetafrúin.
Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. 2. september 2019 11:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent