Sendiherra Kína segir mikinn árangur hafa náðst í sjötíu ára sögu Alþýðulýðveldisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 18:45 Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15